Andvari - 01.01.1973, Síða 71
andvahi
NJÁLA MIÐAI.DAIIELGISAGA?
69
undur Njálu getur horft á menn og gerðir þeirra frá ýmsum hliðum furðulega
hleypidómálaust.
Þegar litið er á söguna sem heild, cr varla hægt að segja, að kristnitakan
hafi í för með sér ákveðna breytingu á hinu andlega andrúmslofti eða sið-
ferði manna yfirleitt. Hún hefur auðvitað áhrif á byggingu og atburðarás
sögunnar. En bardögum og hlóðhefnd er haldið áfram sem áður, í jafnvel
stærri stíl, og nú af kristnum mönnum. Það er satt, tveir síðustu höfuðand-
stæðingar, sem eftir eru á sviðinu, þeir Flosi og Kári, sættast að lokum, og
Kári kvænist bróðurdóttur Flosa, Hildigunni. (Meðal annarra orða, það væri
líklega liægt að finna nokkurn veginn hliðstæð dæmi í þjóðfélagi höfundarins
sjálfs, í veruleika Sturlungaaldar.) En það þarf ekki að hera vott um nýjan og
friðsamlegri hugsunarhátt. Llm það leyti eru lireyfiöfl sögunnar meira eða
minna gengin til þurrðar, sagan er einfaldlega að enda í rólegri tóntegund
— eins og á að vera, samkvæmt sígildum reglum í slíkum sögum.
Það má taka saman í stuttu máli aðalinntak þessarar greinar. Njála veitir
okkur djúpa innsýn í siðferði manna; allar meiriháttar bókmenntir, sem fjalla
um menn og sambönd þeirra sín á milli, eru siðferðislegar í einhverjum skiln-
mgi. Sagan var rituð af kristnum manni sinnar tíðar, en sjónarmið hans eru
hvorki sérstaklega kristins né siðferðislegs eðlis. Voldug mynd hennar af mann-
lífinu er okkur vissulega lærdómsrík, ef til vill frekar bölsýnn lærdómur. En
höfundurinn tekur engar ákvarðanir fyrir okkar hönd, við verðum að álykta
sjálfir, leggja okkar eigin dóma á menn og atburði. Hver hefur hér rétt eða
rangt fyrir sér? Hefur Gunnar brotið siðferðisreglur þær, sem hann er annars
vanur að hlíta, þegar hann snýr aftur? Hegðar Njáll sér svo sem kristinn
maður ætti ekki að gera, þegar hann neitar að yfirgefa hið logandi hús sitt
°g hugsar um hefnd og sæmd? Ættum við að skoða Skarpheðin sem afbrota-
mann og illvirkja, dæmi okkur til viðvörunar? Mig grunar, að slíkar spurn-
mgar hefðu verið jafn fjarstæðukenndar í augum höfundarins og í augum
samtímamanna hans.
Athugasemd: Tilvitnanir í Njáht eru úr Brennu-Njáls sögu, Rvík 1954
(Islenzk fornrit XII), Ei nar Ól. Sveinsson gaf út; en tilvitnunin í íslendinga
sögu úr Sturhmga sögu, 2. bindi, Ryík 1948, Guðni J ónsson hjó til prentunar.