Andvari - 01.01.1973, Side 82
80
GUNNAR ÁRNASON
ANDVAIU
Gyliaginning greinir frá reið Hermóðs hins livata um Gjallarbrú og helveg.
Sá er munurinn, að í huga Bjarna eru hinir skuggasælu helheimar orðnir að
sólfögrum óskalöndum.
Athugavert er, að englar eru vart nefndir á nafn í ljóðum Bjarna. Og
hann drepur rétt á helvíti.
Svo virðist sem hann hafi svipaða skoðun á fjandanum og víða gætir í
íslenzkum þjóðsögum, þá, að rétt sé að óttast hann ekki um of né tala verulega
hátíðlega urn hann, þar sem hann verði jafnan að lúta afli mannanna og
sigurmætti, sé slíku rétt beitt.
Þá kemur að lokum að þeim þættinum, sem í trúarlegu tilliti er gildastur
og merkastur í skáldskap Bjarna Thorarensens: viðhorfi hans til dauðans. En
urn hann yrkir Bjarni flestum veraldlegum skáldum meira. Er auðsætt, að
spursmálið um dauðann hefur hann glímt við og reynt að brjóta til mergjar,
þar til að hann öðlaðist trygga sannfæringu. Fyrir þær sakir eru eftirmæli lians
ekki sízt svo merkileg og sígild, að til þeirra er títt vitnað. Bjarni orti sjálfstætt
og spekiþrungið kvæði um dauðann. En áður en að því kemur, rek ég í stuttu
máli helztu hugmyndir skáldsins um þetta efni af öðrum ljóðum.
Bjarni stendur á sarna sjónarhóli og Hallgrímur Pétursson, þegar hann yrkir
Allt eins og blómstrið cina.
Enginn þarf að óttast dauðann. Hann er ekki endir lífsins. Látnir lifa. Þeirri
sannfæringu er ekki öllu betur lýst en með liinu ramma fyrirlitningarkvæði um
Kobba á Hamri, en 1. og 3. erindi eru svo:
„Aldrei rísa upp andaðer"
innti Kobbi’ á Hamri
með glamri!
Gröf ef býli eilíft cr
crkitossann jarða bcr
greipardjúpt í gólfi undir kamri!
Nærsýn önd, og nærsýn sjón,
neitt á stöðvum hærri
sér fjærri
fær ei grillt, það heimsku hjón
hyggur eins og drambsamt flón
heim ei sjónar hringi sínum stærri!
Svipað kemur fram í eltirmælunum um séra Særnund Magnússon Hólm:
Margur í manns líki
moldvörpu andi
sig einn sénan fær-
hann sér ekki lengra!
Þarna fer Bjarna líkt og Sókratesi, er verst lék þá, er ætluðu sig vita bezt
og vera mesta, þótt þeir í reyndinni sæju ekki út lyrir sjálfa sig og þckktu ekki
einu sinni eigið hugskot.
Játning um vissuna um framhaldslíf er í kvæðinu um Solveigu Bogadóttur
Thorarensen: