Andvari - 01.01.1973, Side 84
82
GUNNAR ÁRNASON
ANDVARI
púpunnar. Hin þegar hann í minningu um hveitikornið, sem fellur í jörðina
til að bera ávöxt, líkir dauðanum við fall blómsins.
Báðar þessar líkingar notar hann í sama erindinu í erfiljóði um Sigríði
systur sína, sem honum var ástkær:
Duftgjört strá er duftið,
af dufti aftur lyftist
urt í urtar stað.
Orminn sjá
dottinn í dá,
af ham hans fúnum
hið fagurbúna
fiðrildið vængjum ypptir.
Það er engum vafa undirorpið, að Bjarni Thorarensen er þess fulltrúa,
að maðurinn lifni strax við eftir dauðadáið. Hitt er óljósara, hvernig eða öllu
heldur hvenær hann hugsar sér upprisuna. 1 fjórum kvæðum heldur hann
ótvírætt fram upprisu holdsins, en samt með þeim hætti, er oftast gætir hjá
játendum þeirrar trúar, það er að segja, að sálin er talin bíða líkamans á himni,
unz hún íldæðist honurn forkláruðum á ný.
Svo segir um sál Jóns Jónssonar adjunkts, en hann drukknaði 1817:
Bíður hún hrein,
unz hitta fær
bústaðinn foma
betri og fegri,
frá unnurn blám
endur-risinn,
sem veröld fyrst
úr vatni reis.
En h a n n mun,
unz það verður,
blunda mjúkt
á mararbotni
fótum hjá
fósturjarðar,
er h a n n í dauða
umfaðmaði.
En þess er að gæta, að fjögur fyrrnefnd kvæði eru frá yngri árum höf-
undarins. Síðar virðist hann liorfinn frá þessari skoðun. Þá leggur hann áherzlu
á, að dauðinn leysi sálina að fullu úr fjötrum holdsins.
Ei tekur andi ódáins á landi
fegurð hjá holdi, fyrnist það í
moldu,
vélum þar vilja víst ei tjáir dylja
né hálum svip hylja.
Alhreinn sá andi anda fer í landið,
hylst ei af holdi, sem hulið er í
foldu,
ódulin skartar öndin þar hin
bjarta,
sem hér falst í hjarta.
Sennilega hefur Bjarna verið kunn deila þeirra Grundtvigs og Ingemanns
um þetta efni og hann æ meir hallazt að þeirri trú, að sálin hafi aðeins andlegan
búnað í öðru lífi.
Hvernig er svo lífið eftir dauðann í huga skáldsinsr Góðum mönnum sæll
og bjartur eilífðardagur, enda njóta menn þá samvista Guðs og frelsarans.
Ungbörnin, sem deyja, fá nýtt fóstur og fræðslu í æðri veröld, en síðan starf.