Andvari - 01.01.1973, Síða 88
86
GUNNAR ÁRNASON
ANDVAHI
trú í hjartanu, en farið þaðan útskrifaðir, þegar bezt lét, með einhvern lítinn
trúarneista. Ég segi fyrir mitt leyti: Ég útskrifaðist úr skóla sem góður heiðingi....“
Þó bætir hann því við, að sízt hafi skort „lestra" eða „bænir“, og engum
leyfðist, né lét nokkur sér sæma, að „hafa guðdómleg efni í skimpingi eða halda
fram vantrúarskoðunum".
Á öðrum stað heldur Pall því fram, að hann hafi aldrei orðið var við, að
Jónas væri trúmaður á skólaárunum. Muni hann fyrst hafa snúizt til trúar á
þunglyndisárum sínurn 1839—41 og mest eftir lát séra Tómasar Sæmundssonar.
En það stangast alveg á við ljóð Jónasar, að trúartilfinning hans hafi vaknað svo
seint. Uppeldið og reynsla æskuáranna mæla líka gegn því, eins og áður var vikið
að. Það mun sönnu næst, að JónaS hafi verið barnslega trúaður alla tíð, en farið
dult með það lengi framan af, hæði vegna umhverfisins og þess hvað honum var
málið viðkvæmt. Þess vegna hafi hann komið ókalinn úr skóla og einnig haldið
trúnni á síðari reynsluárum.
Þetta styrkja tvær predikanir Jónasar, sem til eru á prenti: Prófræðan, sem
hann flutti í Bessastaðakirkju 30. maí 1829, og Áramótaræð.i flutt í Reykjavíkur-
dómkirkju 31. desember sama ár.
Jónas var svo heill maður, að hann mun ekki hafa mælt þvert um hug sinn
í þessum ræðum. i -
Texti prófræðunnar var 1. Jóh. 2,15: Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá
hluti, sem í heiminum eru. Ef einhver elskar heiminn, þá er kærleiki til föður-
ins ekki í honum.“
Jónas heldur sér að sjálfsögðu við textann og segir í upphafsbæninni m. a:
„Hjá þér, Drottinn, er vort athvarf, því þú elskar oss. Láttu þennan þanká leiða
oss til þín, leiða oss til að elska þig, en ekki heiminn, — hann, sem tælir sína
elskendur.......Sá ódauðlegi andi, sem þú gafst oss, hann finnur, að heimur-
inn er oss ónógur, hann girnist að finna eitthvað æðra, en gef honum að girnast
þinn vilja, hverjum ekkert getur æðra þenkzt, ekkert hcilagra nefnzt.“
Síðar segir: „Ekki er það samt meiningin, að mannsins skylda sé að synja
sér um nautn allra heimsins gæða og unaðssemda, þar hófleg gleði er á stund-
um nauðsynleg til að endurnæra þess manns hjarta, sem þreyttur kemur frá
störfum sinnar köllunar, og gefa honum nýja krafta til framkvæmda.".......
Heimsins gæði eiga að vera „meðal í vorri hendi til að auðga oss í góðum verk-
um“.... Jarðnesk gæði eru hverful, en „dauðinn flytur boðskap hins eilífa.“....
„Það sé þá vor höfuðregla, að aldrei gjöra eftirsókn jarðneskra muna að lífsins
höfuðaugnamiði“.... Og „vér eigum aldrei vegna óvissra unaðssemda (að) yfir-
troða vora skyldu, mannelskunnar heilaga lögmál, á hvers varðveizlu frelsarinn
vil marka, hvort vér elskum sig og föðurinn.“