Andvari - 01.01.1973, Side 97
ANDVARI
ÁTRÚNAÐUR JÓNASAR OG BJARNA
95
fremur sprottin af vangæzlu og vanþekkingu ásamt ásköpuðum veikleika en
uppreisn gegn vilja Guðs. Jónas lætur ekki blindast af öfgum í hvoruga áttina.
Skilningur hans á skoðun hins mildiríka meistara er of næmur til þess.
Jónas gleðst yfir því, að vér lifum í Guðs góða heimi og eigum að líknsaman
föður. Jafnframt er honum hugstætt, að vér mennirnir erum Guðs ættar og eigum
að ganga á Guðs vegum í átt til liins eilífa föðurlands:
Djúpt 1 Guðs og mannsins mynd,
alið sem að ungbam þiggur,
eilífur gneisti fólginn liggur,
ef að hann kæfir ekki synd.
Hér sem oftar lelst dýpri hugsun og vandlegri yfirvegun en sumir æda, að
liggi að baki kvæða Jónasar. Sakir einfaldleika formsins og unaðar orðanna virðast
þau oft liggja honum fyrirhafnarlaust á tungu, en munu öllu oftar hafa horizt
frarn sem lind úr bergi.
Vér erum öll mannsbörnin guðsættar, öll af tveim heimum, og illt og gott tog-
ast á í brjóstum vorum. Sú er vonin, að ljósið beri sigur af þeim hólmi eins og í
náttúrunni. Það er raunar vissa þess, sem segir hiklaust og óskorað, þótt í öðru
sambandi sé:
Eitt eg veit um alla vegu
alheims speki dásamlegu,
þeir em einskær ást og náð.
í þessu sambandi er gaman að geta þess, að í Veizlukvæði til Gaimards eru
vísindin kölluð „skær guðdómseldur". Það er að minni hyggju ólíkt réttari skiln-
ingur og sannari dómur en þeirra manna, sem jafnvel enn í dag ófrægja ýmis
vísindi og hafa horn í síðu þeirra, vegna þess að þeir óttast, að þau kveði niður
trúna og komi jafnvel mannkyninu á endanum fyrir kattarnef.
Enginn skal samt ætla, að Jónas tali einhverja tæpitungu urn syndina eða
telji hana meinlausa. Tvö kvæði lýsa skýlaust alvöru hans í þessum efnum:
Skraddaraþankar um kaupmanninn og Batteriski syndarinn.
Ég hirði ekki um að minna á nema eitt erinda í því síðarnefnda. I því felst
nöpur andstyggð og hátt hróp að þeim manni, sem skáldið er að segja til synd-
anna. Batteríið var vígi við höfnina í Reykjavík, og kvæðið er urn verzlunarmann
t Reykjavík, sem talinn var óliinaðarmaður:
Eitt var það undra,
er eg þar eyrum nam,
er næddi næturkul:
ungbarns ópi
sem þess er ófætt dó
þótti mér hvert strá stynja.