Andvari - 01.01.1973, Page 101
ANDVARI
ÁTRÚNAÐUR JÓNASAR OG BJARNA
99
En Jónas efaði ekki, að menn bæru ábyrgð á gerðum sínum þessa heims og
annars. Hann dregur ekki fjöður yfir þá skoðun sína í kvæðinu Batteriski synd.ir-
inn, að „oft koma mein eftir munuð“.
Orfáar niðurstöður að lokum.
Það ber að sama brunni um trúarskoðanir Jónasar sem Bjarna, að þær eru
ekki frumlegar og báðir halda fast við kjarna kristilegrar lífsskoðunar.
Túlkunin lýsir hins vegar ólíkum svip þeirra.
Allt, sem Jónas hrærir við, verður að heita má bjart og fagurt. Langoftast
berast ljúfir ómar frá strengjum bans. Skortir þó sjaldan dýjitina, ef um mikils
báttar mál er að ræða og hugfólgin eins og trúmálin.
Traust hans er ríkt á Guð, hinn góða alföður, sem býr í Ijósheimum, fylltum
blíðurn blæ ylríkrar ástar.
Allir menn bera guðsneistann í brjósti sínu, og sú er vonin, að þeir kæfi
hann ekki, en þrái alefling andans og unni öllu, sem gott er og fagurt.
Hinar dimmu dyr dauðans þarf ekki að óttast. I gegnum þær liggur leið
eilífðarinnar. Og ekki þarf að óttast verkefnaleysi í nýjum heimkynnum.
Jónas Hallgrímsson var drengur góður. Um það eru óræk vitni, ekki sízt í
Ijóðurn hans.
Et' til vill sönnuðust beilindi hans þó bezt i dauða hans. Þrátt fyrir slys og
ömurlegar ytri aðstæður var bjart yfir þessum ástmegi íslands á banastund. Ævi-
lokin minna að geðblæ og fegurð á Ferðalok.
Jónas dó í ljósi eins og hann hafði lifað og ort.
Og sól var að morgni . . . .