Andvari - 01.01.1973, Qupperneq 102
FINNBOGI GUÐMUNDSSO'N:
/—i • • iV 'iV /
Gripio niour 1
fornum sögum- og nýjum
i
Ölvar mik, þvít Ölvi
öl gervir nú lölvan,
atgeira lætk ýrar
ýring of grön skýra.
Öllungis kannt illa,
oddskýs, fyr þér nýsa,
rigna getr at regni,
regnbjóðr, Hávars þegna.
Alkunna er, hve votviðrasamt er vestan í’jalls í Noregi, og er þá löngum
vitnað til rigninganna í Björgvin. Að þeim er, svo sem vænta má, vikið stöku
sinnum í fornum sögum, og er þar einna frægust frásögn Hákonar sögu Hákonar-
arsonar af viðbúnaði vegna vígslu konungs á Ólafsvökudag 1247.
„Þá voru vætur svo miklar, að bæði rigndi nætur og daga. Því var tjaldað
með klæðum, bæði grænum og rauðum, milli konungsgarðs og Kristskirkju-
dyra, bæði yfir uppi og tvo vega út í frá. Mátti svo ganga til herbergja, að ekki
meinaði vætan."
Egill Skalla-Grímsson fór fyrsta sinn utan ljórtán vetra gamall með Þór-
ólfi bróður sínum, og voru þeir um bríð með Þórði Hróaldssyni bersi í Firða-
fylki, en það er á vesturströnd Noregs, milli Sogns og Sunnmæris.
1 þessari ferð bað Þórólfur Asgerðar, dóttur Bjarnar hölds, og var kveðið
á brullaupsstefnu. En þegar Þórólfur bjóst til veizlunnar um baustið, tók Egill
sótt, svo að bann var eigi fær. Leið þó ekki á löngu, unz bann hresstist og brá
sér í aðra ferð með Ölvi búskarli að heimta landskyldir Þóris. Komu þeir í þeirri
för í Atley til Bárðar sýslumanns, og upphófst þar ein mesta og hrikalegasta
drykkja, er frá segir í fornum sögum. Var þeim félögum fyrst gefinn matur,
brauð og smjör og settir lram skyraskar stórir. En þar sem þeir voru þyrstir mjög,
supu þeir skyrið, drukku síðan afur ofan í það. Seinna um kvöldið voru þeir
óvænt kallaðir inn í stofu, þar sem var veizla bin bezta, er Bárður bafði búið mót