Andvari - 01.01.1973, Page 106
ÞORSTEINN SÆMUNDSSON:
Kóperníkus,
ævi hans og afrek
Erindi flutt í Háskóla Islands 19. febrúar 1973.
Um þessar mundir er þess minnzt um víða veröld, að 500 ár eru liðin frá
fæðingu liins milda stjarnfræðings, Nikulásar Kóperníkusar. í föðurlandi lians,
Póllandi, hafa verið undirbúin mikil hátíðahöld í þessu tilefni, sýningar opnað-
ar, minnismerki afhjúpuð og ráðstefnur boðaðar. Alþjóðasamband stjörnu-
fræðinga mun á hausti komanda efna til sérstaks aukaþings í Póllandi, og er talið,
að um 2000 stjörnufræðingar hvaðanæva úr heiminum muni sækja þingið. Þá
hafa sýningar verið opnaðar í öðrum löndum til að minnast Kóperníkusar, og
verið er að gefa út viðhafnarútgáfur af verkum hans í jafn fjarlægum löndum
og Japan og Indlandi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem minning Kóperníkusar er heiðruð; eitt af
þeim minnismerkjum, sem blómsveigar eru nú lagðir að, var reist í Varsjá á
síðustu öld, og sá sem það minnismerki gerði, var enginn annar en Bertel
Thorvaldsen.
Kóperníkus vann það afrek að bylta heimsmynd vísindanna, og sú bylting
náði ekki aðeins til skoðana örfárra sérfræðinga, heldur kollvarpaði hún hug-
myndum alls almennings um þá veröld, sem við lifum í. Jörðin, sem í vitund
manna hafði verið miðdepill alheimsins, hreyfingarlaus og óbifanleg, varð eftir
daga Kóperníkusar aðeins ein af mörgum reikistjörnum, sem snúast í kringum
sólina. Þetta þykir nú á dögum einfaldur og sjálfsagður sannleikur, sem flcstir
tileinka sér þegar í barnaskóla. Það er því ekki auðvelt fyrir okkur, sem nú
lifum, að gera okkur fulla grein fyrir því, hve rnikið átak þurfti til að breyta
hugmyndum manna um þetta efni fyrir hálfu þúsundi ára. Sennilega tekst
nútímamanni aldrei til fullnustu að skilja viðhorf svo löngu liðins tíma. En
tilraun til þess er vissulega ómaksins verð, og það er þess vegna sem ég ætla
hér í dag að rekja nokkuð ýtarlega það sem vitað er um ævi Kóperníkusar,
jafnframt því sem ég ræði framlag hans til vísindanna.
Um Kóperníkus hefur margt verið ritað, og fræðimenn hafa unnið ötul-
lega að því að tína til bréf, skjöl og hvers konar tilvitnanir frá þessum tímum,