Andvari - 01.01.1973, Qupperneq 108
106
ÞORSTEINN SÆMUNDSSON
ANDVARI
sumum allþýzkulegum, og hefur það orðið til þess, að sumir liafa viljað telja
Kóperníkus af þýzku bergi brotinn. Það er að vísu rétt, að á heimaslóðum hans
höfðu skipzt á þýzk og pólsk yfirráð. Til dæmis höfðu hinir þýzku riddarar,
sem svo nefndust, ráðið Torun allt fram til 1466, sjö árum áður en Kóperníkus
fæddist. Það er því ekki ólíklegt, að Kóperníkus liafi talað hæði tungumálin,
pólsku og þýzku. En enginn vafi leikur á því, að Kóperníkus og ættmenn hans
litu á sig sem þegna hins pólska konungs, og þeir tóku þátt í því, bæði beint og
óbeint, að verja héruðin fyrir endurtekinni ásælni liinna þýzku riddara.
Meðan Kóperníkus stundaði nám í Krakow, mun hann hafa fengið veru-
legan áhuga á stjörnufræði, sem þar var í miklum meturn sem vísindagrein. Af
ummælum samtímamanna má ráða, að fáir háskólar hafi þá staðið jafnhátt á
því sviði.
Eftir þriggja ára nám í Krakow sneri Kóperníkus aftur til Torun. Ætlaði
þá Lúkas móðurhróðir hans að koma honum í cmbætti kanúka við dómkirkj-
una í Frombork, en það tókst ekki að sinni, því að svo stóð á, að páfinn en
ekki biskup átti að skipa í þá stöðu, sem næst losnaði. Afréð þá Lúkas að senda
Kóperníkus suður á Italíu til frekara náms við háskólann í Bologna. Þar var
þá frægur lagaskóli, og árið 1496 hóf Kóperníkus nám í kirkjurétti.
I Bologna bjó Kóperníkus hjá kunnum prófessor í stjörnuspeki, Dominico
Maria di Novara, og fékk hjá honum betri innsýn í heim stjörnufræðinnar en
hann hafði áður liaft. Eftir fjögur ár í Bologna sneri Kóperníkus heim á leið,
með viðkomu í Róm, án þess þó að hafa lokið próí'i. Lúkasi frænda hans hafði
þá tekizt að útvega honum embættið við dómkirkjuna í Frombork, og tók hann
við því formlega árið 1501. Embættinu fylgdu ýmis hlunnindi, svo að fram-
tíð Kóperníkusar mátti heita tryggð fjárhagslega.
Kóperníkus fékk þegar leyfi dómkirkjuráðs til að snúa aftur til Ítalíu
til að ljúka laganámi sínu og einnig til að nema læknisfræði. Tók hann fyrst
til við læknisfræðina og hóf nám við hinn kunna læknaskóla í Padua árið
1501. I þá daga var algengt, að kirkjunnar menn legðu stund á læknisnám,
og mátti raunar lieita, að lyflækningar væru sérgrein klerka. Læknislistin var
jafnframt nátengd stjörnuspekinni. Sérhver líkamshluti var talinn vera undir
áhrifum sérstaks stjörnumerkis, og við lyfjagjöfina var höfð náin liliðsjón af
stöðu reikistjarnanna, til að árangur yrði sem beztur.
Til að forðast misskilning er rétt að taka Lam strax, að Kóperníkus fékkst
aldrei við stjörnuspeki eða stjörnuspáfræði, þótt allir helztu stjörnufræðingar
þess tíma, og raunar lengi síðan, hefðu slíkt í hjáverkum, eða sem aðalstarf,
enda ábatasamt og til mikils virðingarauka.
Frá Padua fór Kóperníkus til Ferrara og lauk þar doktorsprófi í kirkju-