Andvari - 01.01.1973, Page 113
ANDVARI
KOPERNIKUS, ÆVl HANS OG AEREK
111
Heimsmynd Ptólemæusar í einfaldaSri mynd.
jörSin er í miSjunni, en yzt er hvelfing fastastjarnanna.
þessari tilhögun varð Ptólemæus að sætta sig við, að jörðin væri ekki alveg
í miðju aðalhringsins. Fyrr gekk dæmið ekki upp.
Eg vil skjóta því hér inn, að það er algengur misskilningur, að kerfi
Ptólemæusar hafi verið svo flókið sem raun ber vitni vegna þess eins, að hann
notaði jörðina sem viðmiðunarpunkt. Þetta er ekki alls kostar rétt, eins og
Kóperníkus átti síðar eftir að komast að raun um, sér til mikillar armæðu.
Talsvert af vandanum stafaði af því, að eingöngu var notazt við hringhreyf-
ingar. Sem dæmi má benda á, að ganga mánans um jörðina er svo langt frá
því að vera regluleg, að marga hringi og aukahringi þurfti til að skýra hana.
Þannig var þá sú heimsmynd, sem stjörnufræðingar miðalda tóku í arf.
Langir tímar höfðu liðið síðan Ptólemæus gekk frá jarðkerfi sínu, og á meira
en þúsund árum var orðið merkjanlegt misræmi milli raunverulegs gangs him-
intunglanna og þess gangs, sem þau hefSu átt að hafa eftir kerfi Ptólemæusar.
Um hríð létu stjörnufræðingar sér þó nægja að gera lagfæringar hér og þar og
skrifa hjá sér viðeigandi athugasemdir, fremur en að reyna að bylta kerfinu
í heild. Til þess var það of vandað og vel rökstutt. Eins og sjá má af því, sem