Andvari - 01.01.1973, Síða 116
114
ÞORSTEINN SÆMUNDSSON
ANDVARI
viðbrögð manna við nýjum skoðunum, og hugsanlegur ótti höfundar við of-
sóknir. Sú hugmynd, að jörðin væri miðja alheimsins, var á þessum tímum
annað og meira en vísindaleg kenning, sem hverjum og einum gat verið frjálst
að taka til endurskoðunar, heldur var þetta eitt af undirstöðuatriðunum í lífs-
skoðun manna og bjargfastur hornsteinn í kristinni trú. Staðfestingu þess, að
jörðin væri miðja alheímsins, mátti finna í þeirn heimildum báðum, sem
menntamenn miðalda treystu bezt, Aristótelesi og biblíunni. Hver sem and-
mælti slíkum sannindum, átti á hættu að vera sakaður um villutrú. Og fyrir
villutrú voru menn brenndir og það ekki svo sjaldan, að líklegt má telja,
að Kóperníkus hafi sjálfur orðið vitni að slíku.
En hvort sem Kóperníkus hefur óttazt ofsóknir eða ekki, hefur hann án
efa gert sér vonir urn, að ritið vekti áhuga fræðimanna. Af viðtökum þeirra
segir þó lítið, og er helzt svo að sjá, að ritinu hafi verið tekið með tómlæti.
Þetta kann að virðast undarlegt, en er það í rauninni ekki, þegar betur er að
gáð. Commentariolus geymir að vísu kjarnann úr kenningum Kóperníkusar,
en ritið inniheldur enga útreikninga eða mælingar, sem sanna þessar kenn-
ingar. Aðalstarf Kóperníkusar var enn óunnið. Því að Kóperníkus er ekki
frægur fyrir það eitt, að hafa látið sér detta í hug, að jörðin hreyfðist. Sú
hugmynd var nefnilega alls ekki ný. Stjörnufræðingar höfðu bæði fyrr og síð-
ar fjallað um þennan möguleika, en hafnað honum, og það með gildurn
rökum. Ptólemæus gerði sjálfur sérstaka grein fyrir því í Almagest, hvers vegna
ekki væri hægt að fallast á þessa hugmynd. 1 fyrsta lagi væri ekki unnt að
merkja það á nálægum hlutum, að jörðin væri á hreyfingu. Ef jörðin ætti að
snúast heilan hring á tveimur dægrum, var augljóst mál, að allt hlyti að vera
á fleygiferð. Að vísu gat sú hreyfing dulizt, ef allir hlutir hreyfðust saman í
sömu átt, en mönnum fannst þó, að hreyfingin ætti að minsta kosti að koma
fram á hlutum, sem ekki væru fastbundnir jörðinni, og var þá sérstaklega
bent á skýin. Eins var því haldið fram, að jörðin hlyti að sundrast í ótal parta,
ef hún snerist með svo miklum hraða.
Gegn hreyfingu jarðar um sólu var borin frarn sú röksemd, að jörðin
hlyti með hreyfingu sinni að fjarlægjast tunglið, sem þá yrði eftir í geimnum.
Síðast en ekki sízt, ef jörðin væri á hreyfingu kringum sólina, hlyti sú hreyf-
ing að leiða af sér reglubundna breytingu á afstöðu fastastjarnanna, því að
jörðin myndi ýmist nálgast eða fjarlægjast tiltekin stjörnumerki. Ptólemæus
gat ekki fundið neina slíka afstöðubreytingu, og það gátu menn ekki heldur á
dögum Kóperníkusar.
Kóperníkus var að þessu leyti í svipaðri aðstöðu og Aristarkos frá Samos,
tæpum tvö þúsund árum fyrr. Aristarkos hefur stundum verið kallaður