Andvari - 01.01.1973, Qupperneq 117
ANDVARI
KÓPEUNÍKUS, ÆVI IIANS OG AFREK
115
Kóperníkus fornaldarinnar, og víst er um það, að hann hefur verið gæddur
snilligáfu og hugarflugi umfram aðra rnenn. Hann hélt því fram, eins og
Kóperníkus síðar, að jörð og reikistjörnur snerust um sólina, og rökstuddi mál
sitt m. a. með því, að sólin væri svo miklu stærri en jörðin, að slíkt skipulag
væri eðlilegra. Stærð sólar hafði Aristarkos áætlað með hugvitsamlegri aðferð.
Aristarkos taldi líka, alveg eins og Kóperníkus, að fastastjörnurnar væru svo
langt í burtu, að enga afstöðubreytingu væri þess vegna að sjá á þeim,
þótt jörðin gengi umhverfis sólina. Þetta þótti samtíðarmönnum Aristarkosar
einum of ótrúlegt, og þess var tæplega að vænta, að Kóperníkus fengi hetri
undirtektir hjá samtíðarmönnum sínum.
Það sem Kóperníkus þurfti nú að gera, var að sanna, að hið nýja kerfi
skýrði betur hreyfingar himintunglanna en kerfi Ptólemæusar. Kóperníkus
tók því til óspilltra málanna við stjörnuathuganir, lrvenær sem færi gafst frá
skyldustörfum. Frá 1509 til 1525 fylgdist hann reglulega með tunglmyrkvum
til að glöggva sig á braut tunglsins. Gang sólar mældi hann frá 1515—1516, og
hreyfingu vorpunktsins frá 1515 til 1525. Þá fylgdist hann með göngu reiki-
stjarnanna Mars, Júpíters, Satúrnusar og Venusar. Merkúríus sá hann aldrei
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og kenndi þar um þokumóðu frá Eystrasaltinu og
ánni Vistúlu. Sjálfur á ég bágt með að trúa því, að skyggni á þessum slóðum
sé svo slæmt, að Merkúríus sjáist þar ekki, þegar hann er lengst frá sól. Þar
sem þess er ekki getið, að Kóperníkus hafi verið sjóndapur, finnst mér öllu
sennilegra, að hann hafi ekki haft réttar upplýsingar um, hvenær helzt
mætti vænta þess að sjá Merkúríus. Þessa tilgátu mætti þó sannprófa með því
að kanna þau gögn, sem Kóperníkusi voru handbær.
Á dögum Kóperníkusar hafði sjónaukinn ekki verið fundinn upp, og
svo virðist sem mælitæki þau, sem Kóperníkus notaði, hafi verið fremur frum-
stæð. Sum þeirra smíðaði hann sjálfur eftir þeim lýsingum, sem hann fann í
bók Ptólemæusar, Almagest. Ptólemæus og arftakar hans, Arabarnir, smíðuðu
þó miklu stærri og vandaðri mælitæki en þau, sem Kóperníkus studdist við, og
í rauninni er það ráðgáta, hvers vegna efnaður maður eins og Kóperníkus fékk
ekki hagleiksmenn til þess að smíða fyrir sig betri áhöld. En Kóperníkus hefur
sennilega verið meiri hugmyndasmiður og reiknimeistari en mælingamaður.
Mælingar þurfti hann að gera, og hann leysti þær af hendi af natni og sam-
vizkusemi til þess að geta sannað kenningar sínar, en það er vafamál, hvort
hann hefur verið nokkur stjörnumælingamaður að upplagi eða haft sérstakan
áhuga á mælingatækni.
Árið 1512, eftir dauða Lúkasar hiskups, fluttist Kóperníkus til Frombork,
eins og fyrr er greint. Hann hefur þá þegar verið farinn að geta sér orðstír