Andvari - 01.01.1973, Síða 118
116
ÞORSTEINN SÆMUNDSSON
ANDVARI
sem stjörnufræðingur, því að tveinrur árum síðar, þegar Leó páfi 10. ákvað
að gera gangskör að endurskoðun tímatalsins og vildi fá færustu stjörnumeist-
ara til að annast verkið, var Kóperníkus einn af þeim, sem leitað var til.
Kóperníkus hafnaði boðinu og bar því við, að svo mikið vantaði enn á, að
hugmyndir sínar unr gang himinhnattanna væru lullfrágengnar, að ekki væri
tímabært að nota þær til þessa verks.
Reyndar fór svo, að tímatalsbreytingunni var slegið á frest, og kom hún
ekki til framkvæmda fyrr en mannsaldri síðar, á dögum Gregoríusar páfa 13.
Voru þá rneðal annars lagðar til grundvallar töflur um gang himintunglanna,
sem reistar voru á athugunum og útreikningum Kóperníkusar. Kóperníkus
lagði því þrátt fyrir allt mikilvægan skerf af mörkum til endurbóta tímatalsins.
Fræðimenn telja, að Kóperníkus hafi byrjað á höfuðritverki sínu, De
revolutionibus orbium coelestium, árið 1517 eða þar um bil, þegar hann var
rúmlega fertugur, og að verkið hali tekið hann ein 15 ár. Þess ber að minnast,
að hann vann ekki ótruflaður að þessu verki. Við vitum til dæmis, að hann
skrásetti stjörnuathuganir á þcim tíma, þegar þýzku riddararnir höfðu brennt
hús hans í Frombork og vörn Olsztyn stóð fyrir dyrum. En það var þó vand-
virkni hans og samvizkusemi, sem framar öðru olli seinkun á verkinu. Kóperník-
us var aldrei fyllilega ánægður, alltaf var eitthvað sem þurfti að athuga betur,
hreyta og lagfæra. Hann las ósköpin öll og leitaði uppi hinar elztu heimildir.
í fyrstu hafði hann haft tröllatrú á þeim stjörnuathugunum, sem skráðar höfðu
verið í fornöld, athugunum Ptólemæusar og fyrirrennara hans. Kóperníkus
gekk út frá því sem vísu, að allt hlyti að vera hárrétt, sem þessir fornu spek-
ingar sögðust hafa séð, og vantreysti miklu fremur nýrri heimildum. En eftir
því sem á leið, varð hann var við æ fleiri villur hjá stjörnufræðingum forn-
aldar, og hann stóð þá jafnvel að því að hafa hagrætt niðurstöðum athugana, til
þess að þær féllu betur að eigin kenningum. Ef Kóperníkus hefði frá upphafi
gert ráð fyrir, að sumar af hinum fornu frásögnum gætu verið rangar, hefði
hann eflaust sparað sér mikinn tíma og fyrirhöfn.
Á árunum milli 1520 og 1530 varð nafn Kóperníkusar smám saman þekkt
í Evrópu, og hann öðlaðist almenna viðurkenningu sem merkur stjörnufræð-
ingur, þótt sumir telji að vísu, að hann hafi, meðan hann lifði, alltal
verið þekktari sem læknir. Nú var ágripið stutta, Commentariolus, eina ritið,
sem hann hafði látið frá sér fara um stjörnufræðileg efni, og við verðum þess
vegna að líta svo á, að þetta smárit hafi að minnsta kosti nægt til að vekja
athygli á Kóperníkusi, þótt menn sannfærðust ekki af kenningum hans. Einnig
má geta sér þess til, að hann hafi átt bréfaskipti við fræðimenn um stjörnu-
fræðileg efni, meðan hann var að vinna að höfuðriti sínu, þótt lítið hafi
\