Andvari - 01.01.1973, Síða 121
ANDVAHI
KÓPERNÍKUS, ÆVI HANS OG AFREK
119
þegar hún nálgast sól. í kerfi Ptólemæusar þurfti sérstakar aukareglur til að
skýra þetta.
En sólkerfishugmynd Kóperníkusar var þó ekki gallalaus. Hann varð til
dæmis að láta sér lynda, að sólin væri ekki alveg í miðju þess hrings, sem
jörðin gengi eftir, heldur um það bil þrjú sólarþvermál frá miðjunni. (I raun
réttri er sólin tæp tvö sólarþvermál frá miðju brautarinnar.)
Þetta hlýtur að hafa sýnzt verulegur galli í augum Kóperníkusar. Og það
sem verra var: reikistjörnurnar snerust hver um sína miðju, sem var ekki heldur
nákvæmlega í miðju sólar, brautarmiðja Satúrnusar lá meira að segja utan
við braut Venusar samkvæmt niðurstöðu Kóperníkusar. Þessi niðurstaða er að
vísu ekki alveg rétt, en miðja Satúrnusbrautarinnar liggur þó utan við braut
Merkúríusar, þeirrar reikistjörnu, sem næst er sólu.
Kóperníkus gat því ekki sagt með sanni, að sólin væri nákvæmlega í miðju
sólkerfisins, og þetta hefur áreiðanlega valdið honum áhyggjum. Má vel vera,
að þetta atriði hafi átt verulegan þátt í því, að Kóperníkus dró svo lengi að
gefa rit sitt út.
Atriði af þessu tagi vilja oft gleymast, þegar brugðið er upp hinni venju-
legu einföldu mynd af kerfi Kóperníkusar. Sú einfalda mynd hefði alls ekki
nægt til að skýra hreyfingar himinhnattanna með þeirri nákvæmni, sem stjörnu-
fræðin heimtaði þegar á dögum Kóperníkusar. Til þess að kerfið fengi staðizt
dóm reynslunnar, varð Kóperníkus að fórna allmiklu af þeim einfaldleik,
sem hann hafði upphaflega gert sér vonir urn að ná.
Veigamesta mótbáran gegn hreyfingu jarðar um sólu var ennþá sú, að
hreyfingin hlyti að valda afstöðubreytingu á fastastjörnunum, þ. e. á stjörnu-
himninum, því að Kóperníkus taldi, eins og flestir fyrirrennarar hans, að fasta-
stjörnurnar væru allar í sörnu fjarlægð á himinfestingunni. Kóperníkus gat
ekki gefið annað svar en hann hafði áður gefið, sem sé að fastastjörnurnar
hlytu að vera svo óralangt í burtu, að hreyfing jarðar hefði engin sýnileg áhrif
á útlit stjörnuhiminsins. Hann taldi, að hið titrandi hlik fastastjarnanna benti
til þess, að þær væru miklu lengra í hurtu en reikistjörnurnar, sem skína með
stöðugri hirtu á himininum, og var þetta vissulega rétt ályktað, hvort sem
ástæðan fyrir blikinu hefur verið honum ljós eða ekki.
Eftir að Kóperníkus hafði lokið við síðasta bindið í hinu mikla ritverki
sínu, hélt hann áfram að gera stjörnuathuganir og útreikninga enn um hríð
til að prófa niðurstöður sínar og endurbæta stjörnutöflurnar. Að þessu vann
hann fram til 1537 að minnsta kosti. Þótt hann væri kominn á sjötugsaldur,
var hann við góða heilsu og hafði fulla starfskrafta. En ólíldegt er, að hann