Andvari - 01.01.1973, Page 124
122
ÞORSTEINN SÆMUNDSSON
ANDVARI
Heimsmynd Tychos Brahes.
Reikistjömur sniiast um sólina og tunglið um jörðina.
gegn betri vitund til að friðmælast við kirkjuna. Sjálfur er ég ekki trúaður á
þá sögu, m. a. af einni ástæðu, sem að vísu er ekki fullnægjandi sönnun, en
vísbending þó. 1 formálanum er nefnilega að finna eina setningu, þar sem
lof er borið á höfund bókarinnar og sagt, að bann bafi unnið verk sitt fram-
úrskarandi vel. Ef Kóperníkus hefði skrifað þetta, væri það mjög ósmekklegt
sjálfhól og samræmist á engan hátt þeirri mynd, sem við fáum af honum
við athugun annarra gagna.
Þær viðtökur, sem bók Kóperníkusar hlaut fyrst í stað, voru engan veginn
stórkostlegar. Lærðir menn gátu helzt um ýmsar villur, sem þeir befðu fundið
í bókinni, reikningsvillur, stafsetningarvillur, villur í tilvitnunum, prentvillur
setjara. Forvígismenn mótmælenda fordæmdu bókina, kaþólska kirkjan lét liana
afskiptalausa. I háskólunum ríktu Aristóteles og Ptólemæus áfram. Fyrsta út-
gáfan af De revolutionibus mun aðeins liafa verið nokkur hundruð eintök, en
þó gekk útgefandanum miður vel að losna við upplagið. Önnur útgáfa var
prentuð 1566, en sú þriðja ekki fyrr en 1617. Á sama tíma höfðu komið út
mörg hundruð fræðibækur, sem lögðu kerfi Ptólemæusar til grundvallar heims-
myndinni.