Andvari - 01.01.1973, Qupperneq 128
ANDRÉ COURMONT:
Bréf til Guðmundar Finnbogasonar
1 minningu fimmtugustu ártíðar André Courmonts
11. desember 1973.
Þegar vér íslendingar riljnm upp nöfn þeirra erlendu manna, er sótt
liafa Island heim, dvalizt hér um skeið og nunrið tungu vora, hljóta tvö nöfn
að koma oss snemma í hug, Rasrnus Rask og André Courmont.
Rask kom hingað einu sinni og dvaldist þá tvö ár (1813—15), en Cour-
mont var á ferðinni tæpri öld síðar, starfaði fyrst sem franskur sendikennari
við hinn nýstofnaða Háskóla íslands 1911 — 13, en varð þá að hverfa aftur til
heimalands síns til að gegna herþjónustu. Hann kom öðru sinni 1917 og í það
skipti sem ræðismaður Frakka, og hafði hann þá stöðu enn á hcndi, er hann
fór héðan alfarinn í nóvember 1923.
André Courmont lézt á heimili sínu í París 11. desember 1923, og er því
um þessar nrundir liðin hálf öld frá andláti lians.
Sigurður Nordal lýkur merkilegri minningargrein um Courmont í Eim-
reiðinni 1924 með eftirfarandi frásögn:
„Það var bjartan sumardag 1921. André Courmont var nýkominn til
Parísar snöggva ferð. Hann hafði sótt mig á hótelið í Ouartier latin,
þar sem ég dvaldist það sumar, sýnt mér nokkura staði í borginni, sem
hann hafði mætur á, og ekið með mig út í sveitaþorpið La Varenne
Chenneviéres, þar sem móðir hans og systir áttu heirna. Síðari hluta
dagsins vorum við úti á Marne á litlum báti og borðuðum kvöldverð í
ey í ánni. Ég hef ekki lifað marga skemmtilegri daga. Courmont, þessi
tvískipti maður, var í óvenjulegu samræmi við tilveruna, því að honum
gafst í einu kostur á að vera á æskustöðvunum og tala um ísland á ís-
lenzku. Um kvöldið yfir skálum sagði ég við hann í gamni, að eina leið-
in fyrir hann til þess að verða ódauðlegur hefði einmitt verið að koma til
íslands. í Frakklandi hefði nafn lians týnzt eftir fáar kynslóðir. En ís-
lendingar væru allt of minnugir til þess að gleyrna nokkurn tíma þess-
um einkennilega útlendingi, sem Island hefði seitt til sín sunnan úr
heimi. Honum var þá ekki dauði í hug, heldur líf og starf. Samt fann
ég, að þessi umrnæli snurtu hann mjög. Svo íslenzkur var hann orðinn,