Andvari - 01.01.1973, Síða 137
ÞÓRÐUR JÓNSSON:
Hugur og heimur
Guðmundar Finnbogasonar
Höfundur þessarar ritgerðar lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn frá Menntaskól-
anum í Reykjavík á síðastliðnu vori, og hlaut hann fyrir hana gullpennasjóðsverðlaun,
sem svo eru kölluð. Þótt vegið sé stundum í ritgerðinni allhart að kenningum Guðmundar
og hve harðast að sumum þeim tilgátum, er einna bezt hafa haldið velli, ritar höfundur-
inn af þeirn þrótti — og þekkingu, miðað við aldur og reynslu —, að margur mun lesa
grein hans sér til fróðleiks og ánægju. Og víst er, að Guðmundur Finnbogason, er stóð
1921 ásamt bekkjarbræðrum sínum, stúdentunum 1896, að stofnun gullpennasjóðs, hefði
a sinni tíð fagnað ritgerð sem þessari, og því er hún birt hér, eins og hinn ungi höfundur
gekk frá henni.
I
1 ritgerð þessari verður fjallað um rithöfundinn og heimspekinginn Guð-
mund Finnbogason, sem var einn hinna fyrstu manna á landi voru til að
bera heimspekingsnafn með sóma og rita frumlega um þau efni á íslenzku.
Meginhluti ritgerðarinnar er lielgaður ritsmíð Guðmundar, Hug og heimi.
Guðmundur Finnbogason var Þingeyingur. Hann fæddist að Arnstapa
í Ljósavatnsskarði hinn 6. júní 1873. Er því innan tíðar rétt öld liðin frá
fæðingu hans, og fer vel á að minnast þess með ritgerð. Foreldrar Guðmundar
voru bókhneigðir, en fremur þröngt var í húi hjá fjölskyldunni eins og víða
á þeim árum. Guðmundur fékk gott uppeldi, að því er virðist, og ákvað
ungur að gerast rithöfundur. Með hjálp séra Einars Jónssonar í Kirkjubæ
tókst honum að komast á Lærða skólann í Reykjavík. Síðar tileinkaði Guð-
mundur þessum velgjörðarmanni sínurn bókina Hug og heim. Guðmundur
reyndist slyngur námsmaður og lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn vorið
1896. Um haustið sigldi hann til Kaupmannahafnar, svo sem flestir stúdentar,
er vildu afla sér frekari menntunar, gerðu á þeim tíma. Við Kaupmannahafnar-
háskóla lagði Guðmundur stund á heimspeki og sálarfræði og lauk prófi 1901. Á
árunum 1907—1910 naut Guðmundur styrks úr sjóði Hannesar Árnasonar og
nam við háskóla í Berh'n, Kaupmannahöfn og París. Að námsferðinni lokinni
flutti hann fvrirlestra fyrir almenning í Reykjavík. Það var veturinn 1910 til
1911. Fyrirlestrarnir voru fjölsóttir og birtust á prenti árið eftir undir titlinum
Hugur og heimur. Árið 1911 varði Guðmundur doktorsritgerð við Flafnar-