Andvari - 01.01.1973, Side 138
136
ÞÓRÐUR JÓNSSON
ANDVARI
háskóla. Doktorsritið bar nafnið Den sympatiske Forstaaelse, og var efni þess
að miklu leyti hið sanra og fyrirlestranna. Guðmundur varð prófessor í sál-
arfræði við Háskóla íslands árið 1918, en landsbókavörður 1924. Hann lézt
árið 1944.1)
Guðmundur reit fjölda bóka um margvísleg efni, m. a. vinnuvísindi, sál-
arfræði og stjórnmál. Að auki íslenzkaði hann mörg rit erlendra fræðimanna.
Allt, sem Guðmundur skrifaði, var á fagurri íslenzku. Erlendar slettur finn-
ast hvergi, og hann hcfur jafnan á hraðbergi spakmæli skálda og vitringa.
II
Víkjum nú að höfuðviðfangsefni voru. Ef lýsa á Elug og heimi í fáum
orðum, má segja, að bókin hafi fram að færa sálfræðitilgátu. Guðmundur
segist vilja lýsa því, „er snertir skilning vorn á séreðli annarra manna“ (19. hls.).
Sálarfræðin hefur lengst af verið undirgrein í heimspekinni og þekk-
ingarfræðilegur grundvöllur hennar ámóta veikur og heimspekinnar. Það var
ekki fyrr en á tuttugustu öld, að unnt varð að líta á sálarfræði sem vísinda-
grein. Enn er hún þó öldungis dulræn á köflum, enda eru rúnir mannssálar-
innar torráðnar. Að vísu er bókin framan af mestmegnis spjall um hugtök og
inngangur þess, er síðar kemur.
Guðmundur hefur mál sitt á að geta að nokkru þess manns, er gaf aleigu
sína til eflingar heimspekivísindum á íslandi, Hannesar Árnasonar presta-
skólakennara, en víkur síðan að einkennum licimspckinnar og efni fyrirlestr-
anna. Hann segir, að markmið heimspekinnar sé að veita útsýn vfir tilveruna og
gera mönnurn kleift að skilja hana betur. Hann líkir víðsýni heimspekings-
ins við víðsýni þcss manns, er hefur klifið fjall og liorfir yfir sléttlendið um-
hverfis.
Ég get fallizt á þennan skilning, svo langt sem hann nær. Heimspeki
væri hin þarfasta iðja, þó að verksvið hennar væri ekki meira en þetta, því
að fátt mun skorta öllu meir í heimi hér en víðsýni. Mér virðist æskilegt að
bæta því við heimspekiskilgreiningu Guðmundar, að heimspckin leitist við
að svara því, er ncfna mætti heimspckilegar spurningar. Það cru þær spurn-
ingar um tilveruna, sem hinar einstöku vísindagreinar láta ekki til sín taka.
Jafnframt hlýtur að vera innan vcrksviðs heimspekinnar að fjalla um tengsl
hinna ýmsu vísindagreina. Vér getum ef til vill litið á heimspeki sem eins konar
yfirvísindi.
Annar kafli bókarinnar ber yfirskriftina Skynjan og hugtök. Elann hcfst
1) Helzta heimild niín um ævi Guðmundar er grein Guðmundar G. Hagalíns um hann í
Andvara 1951, en hún birtist síðar einnig i safninu Merkum lslendingum.