Andvari - 01.01.1973, Side 143
ANDVARl
HUGUR OG HEIMUR GUÐMUNDAR EINNBOGASONAR
141
inni braut? Nauðliyggja er að telja, að svo sé. Sívaxandi landvinningar manns-
andans á sviði vísindanna hafa ýtt undir þá skoðun, að e. t. v. muni maður-
inn einhvern tímann komast svo langt á braut vizkunnar, að hann standi í spor-
um Laplace-andans. Þess má geta, að skammtaeðlisfræðin hefur rennt stoðum
undir það, að þekkingu mannsins á efnisheiminum séu takmörk sett. Sem
dæmi má nefna, að jafna, sem kennd er við þýzka eðlisfræðinginn Werner
Heisenberg, segir, að ókleift sé að ákvarða hraða og staðsetningu hlutar með
fullri nákvæmni í senn.
Ahugum nú skoðun Guðmundar Finnbogasonar á þessu. Hann líkir þekk-
ingu vorri á náttúrunni og lögum hennar við mann, sem heyrir kvæði á tungu-
máli, er hann skilur ekki. Þegar líður á kvæðið, getur maðurinn greint hátt
þess, hrynjandi og áherzlur, þótt hann skilji ekki merkinguna. Með tímanum
myndi maðurinn öðlast þekkingu á formi kvæðisins til hlítar og gæti sagt ná-
kvæmlega til um áherzlur og lengd komandi ljóðlína, en hann gæti aldrei sagt
til um efni sjálfs kvæðisins. í lok kaflans segir:
„Gæti það ekki hugsazt, að tilverunni væri farið líkt og kvæði? Er
það ekki hugsanlegt, að það, sem vér köllum „náttúrulög', sé eins og
hragarháttur tilverunnar, sem vér verðum að þekkja til þess að misstíga
oss ekki, því það er dans upp á líf og dauða? Gæti það ekki verið, að
eins og hvert erindið af öðru kemur nýskapað tír sálardjúpi skáldsins,
fullt af ófyrirsjáanlegri andagift, og þó með löghundnum hragarhætti,
þannig lengdist með hverri líðandi stund hin dýra hrynhenda tilver-
unnar, þrungin af andríki, ef vér mættum skilja?“ (82.-83. hls.).
Þessi samlíking minnir á skoðanir þýzka lífeðlisfræðingsins Du Bois Reymonds.
Hann taldi, að vér myndum aldrei fá skilið hin dýpstu rök tilverunnar til
fullnustu, þótt vér þekktum öll lögmál efnisheimsins til hlítar. Með orðurn Du
Bois Reymonds sjálfs: „Ignoramus, ignorabimus."
f 6. kafla er fjallað um mun hins lífræna og ólífræna, og tekur höfundur
nú að nálgast höfuðviðfangsefni sitt. Lýst er með dæmum þeim mismun, sem
er á lifandi og dauðu, og nokkur líffræðileg sannindi eru dregin fram í dags-
ljósið. Guðmundur veltir fyrir sér, hvort takast muni að finna óbrigðul lögmál
um starfsemi lifandi vera og bvort þekking vor á lífinu geti orðið bliðstæð þekk-
ingu vorri á hinni dauðu náttúru. Mannslíkaminn líkist að nokluu vél, og dreg-
ur höfundur fram sameinkenni vélar og manns, en sýnir síðan fram á, hvílíkt
regindjúp erstaðfest þar á milli. Hann reynir ekki að gefa fullnaðarsvar við spurn-
ingunni um, hvort mannslíkaminn sé vélgengur, en skírskotar til reynslu lesarans: