Andvari - 01.01.1973, Síða 155
ANDVARI
IIUGUR OG HEIMUR GUÐMUNDAR FINNBOGASONAR
153
allt auðara,
allt snauðara,
allt heimskara,
sem eftir hjarir.
Imyndunarafl vort getur gefið oss nýjan skilning á umliverfinu og tilverunni.
Imyndunaraflið breytir borfi voru. Mér kcmur til liugar dæmi úr Brekku-
kotsannál. Álfgrími fannst gamla klukkan í stofunni í Brekkukoti segja stöðugt:
ei-lífð, ei-Iífð, ei-lífð. ímyndunarafl Álfgríms breytir tik-tak í ei-Iífð. Eg stenzt
ekki freistinguna að bæta því við, að e. t. v. eru skoðanir þær, er Guðmundur
setur fram í 11., 12. og 13. kafla, af þessum toga spunnar.
Næsti kafli fjallar um stillingu. Orðið virðist dregið af hliðstæðunni við
stillingu bljóðfæris, er ómar mismunandi eftir stillingunni. StiIIing er líkt fyrir-
bæri og horfið, sem rætt var hér að framan. Stillingin á við líkamann, en borfið
sálina. Stöðug víxlverkun er milli horfsins og stillingarinnar. „Eins og breytni
vor fer cftir skynjunum vorum og hugsunum, þannig fara og skynjanir vorar
og hugsanir eftir breytni vorri. Þar verkar livað á annað" (249. bls.). Á þennan
hátt geturn vér gert oss í hugarlund hugsanir annarra með því að hegða oss eins
og þeir og öðlast þannig sama horf.
Stillingin er sífellt að breytast. Guðmundur nefnir prýðilegt dæmi þess,
tízkuna. Hún er sífellt að breytast sökum þess, að ein smábreyting vekur
hneigð til eftirlíkingar og stillir þar með aðra menn og breytir viðhorfum þeirra.
Efni þessa kafla er rökrétt afleiðing þess, sem áður er sagt. Hin ósjálfráða
eftirlíking breytir líkamlegu og andlegu ástandi voru, þ. e. stillingunni og horf-
inu. Nokkur sannleikur kann að felast í þessu, þótt hið hvikula eðli mannsins
geri allar tilgátur óáreiðanlegar.
I 16. kafla segir Guðmundur frá rannsóknum sínum á eftirhermum. Hann
hefur athugað bókmenntir um þetta efni og jafnframt átt viðtöl við allmargar
hermikrákur. Dærni úr bókmenntunum eru skemmtileg aflestrar, en hafa lítið
gildi til stuðnings sálfræðitilgátum Guðmundar, og reyndar má segja, að hið
sama gikli um viðtölin. Þau hafa ekkert vísindagildi. Á hinn bóginn eru þau
fróðleg, og ýmislegt markvert kemur fram. Á 277. bls. segir:
,,En með þvt að líkja eftir öðrum finnum vér, að vor eigin hugs-
unarháttur og skap og atferU verchir að þoka fyrir öðrum hugsunarhætti,
öðru skapi, öÖrum tilburöum, sem vér ekki teljum vora og finnum, aÖ
eru ólíkir því, sem vér teljum til eÖlis sjálfra vor og herum ábyrgð á.
Þetta, aö lifa aðra inn í sig eða leika þá inn í sig, er þá fólgið í því að
rýma fyrir þeim, láta allt þeirra atferli fá vald yfir líkama sínum og þar
með finna breytinguna, sem þessu fylgir, breytinguna á hugsunarhætti,