Andvari - 01.01.1973, Side 156
154
ÞÓRÐUR JÓNSSON
ANDVART
geðshræringum og hvötum. Sjálfsmeðvitundin verður ]m eins og hlutlaus
áhorfandi....."
Af þessu er hálfgerður sálnaflakksfnykur og minnir á frásögnina af Helenu miðli.
Sjö af eftirhermunum níu, er Guðmundur ræddi við, töldu, að skilningur
þcirra á persónum, sem hermt er eftir, aukist við eftirhermuna. Telur Guðmund-
ur þetta mikinn hvalreka og segir í lok kaflans:
mér finnst, að reynsla þessara manna, sem ég liefi nú shýrt
frá, sé góð stoð þeim skoðunum, sem ég hefi haldið fram um eðli og
áhrif eftirlíkingarinnar" (286. hls.).
Ég fæ með engu móti séð, að þær staðreyndir, er fram koma í kaflanum,
styrki kenningu Guðmundar að öðru leyti en því, að staðfest er, að eftirherm-
ur séu til. Varla eru það ýkjamerkilegar fréttir. Engum kemur til hugar, að
eftirhermur séu ekki til, en að þær séu ósjálfstæðar og ómeðvitaðar, — það er
annað mál.
Segja má, að fjórir síðustu kaflar bókarinnar fjalli um listfræði og tengsl
hennar við sálarfræði. Hinn fyrsti þeirra nefnist Sönglistin. Er ekki ófyrirsynju,
að Guðnnindur ræði það efni, því að framar í bókinni hefur hann víða líkt
manninum við hljóðfæri til að skýra málflutning sinn. í 8. kafla er mannshug-
anum líkt við hljóðfæri, er á leika nútíð og fortíð ,,til að skapa hið ósungna lag
framtíðarinnar" (137. bls.).
í hverju er skilningur á tónlist og sönglist fólginn? Þessari spurningu
leitast höfundur við að svara. I upphafi skulum vér hugsa oss, að söngvari syngi
lag, en vér skiljum ekki textann. Söngvarinn er gagntekinn af laginu, og hugsun
tónskáldsins ræður óskoruð yfir honum. Áheyrendurnir komast í líkt ástand og
söngvarinn, er þeir hlusta á lagið. „Ástand áheyrendanna virðist vera af sömu
tegund og ástand söngvarans sjálfs, munurinn er aðeins stigsmunur" (289. hls.).
En er einhver merking í því að segjast skilja tónlist í sama skilningi og vér orð?
Auðsætt er, að reginmunur er á skilningi vorum á tónlist og orðum. Orð vísa
til hluta eða sértaka, en tónarnir vísa til einskis nema sjálfra sín. Á 292. bls.
segir Guðmundur:
„Til þess að skilja lag verður að hugsa i tónum, og tónhugsanirnar
nægja til þess að skilj.x lagið. Engar aðrar þarf til þess að skilja lagið
til fulls."
Síðan segir:
,,Að skilja lagið rétt er þá að heyra það hljóma í huga sér eins og
það hljómaði í sál tónskáldsins" (293. hls.).