Andvari - 01.01.1973, Page 158
156
ÞÓRÐUR JÓNSSON
ANDVARI
Enn hyggst ég vega að málflutningi Guðmundar. Á 300. bls. segir hann:
„Segjum svo, að ég hlustaði t. cl. á „Morgenstemning' eftir Grieg og
að í huga mér vaknaði endurminning um fagran sumarmorgun við sólar-
upprás. Að þessi minning vaknaði, kom af því, að hljómar lagsins vöktu
í mér svipað ástand og þessi sumarmorgunn,.."
Ég hef enga trú á, að lagið sjálft veki þessa minningu, heldur nafn lagsins, en
auðvitað get ég ekki fært sönnur á það.
Guðmundur er fjarri því að vera einstrengingslegur, eins og ég hef e. t. v.
gefið í skyn:
„Boðskapurinn, sem liggur í hljómunum sjálfum, er fullskýr þeim,
sem skilur, hvort sem þeir minna á nokkuð annað sérstakt eða ekki.
Og hezt gæti ég trúað því, að það sem mannsandinn hefir komizt hæst,
það hafi hann fleytt sér á tónunum" (303. hls.).
I Ivað sem hæð mannsandans á ýmsum tímum líður, er víst, að hann „hefir
af tónum skapað sér nýja veröld, þar sem matarins mikla hugtak er óþekkt,
veröld, þar sem allt er líf og andi" (304. bls.).
Andinn í verkunum nefnist 18. kafli. Þar segir frá skilningi vorum á mönn-
um, er vér eigum ekki kost á að tala við eða sjá, heldur kynnumst af verkum
þeirra og umsögnum annarra. Skilningur vor á persónum mannkynssögunnar
er af þessum toga spunnið. Vér getum öðlazt skilning á mönnum með athugun
á handaverkum þeirra, t. d. rithönd eða smíðisgripum. Telur höfundur, „að
vér skiljum séreðli annarra manna af verkum þeirra bezt, þar sem vér geturn
„fetað í fótspor" þeirra, — gert eins og þeir“ (313. hls.).
Sagt er frá því, hvernig gæða má ritverkin ólíkum anda í upplestri með breyti-
legum áherzlum. Á 317. hls. stendur:
„Takmark hvers, sem les upphátt orð annarra, er auðvitað að segja
þau nákvæmlega eins og höfundurinn vildi láta segja þau, og ég geri ráð
fyrir, að flestir mundu játa, að slíkum lestri fylgdi hinn fullkomnasti
skilningur á orðunum, sá skilningur, sem er líf og andi."
Þetta kann að vera rétt, en mér hýður í grun, að oft geti góður upplesari
flutt skáldverk snjallar en höfundurinn hefur gert sér í hugarlund, er verkið
var samið.
Síðari Iiluti kaflans segir frá athugunum Guðmundar á leikurum og aðferð
þeirra við túlkun leikpersóna. Þar kemur það markverðast fram, að leik-
endurnir finna geðshræringar leikpersónunnar í sér og finnst sem meðvitund
sjálfra þeirra þoki, cn leikpersónan taki völdin yfir líkama þeirra. Niðurstaða