Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 163
HALLGRlMUR JÓNSSON:
Bréf til
Finns Magnússonar
Finnur Sigmundsson bjó til prentunar.
íslendingar hafa löngum verið pennafúsir og ófáir lagt stund á að setja
saman bækur, þó að ekki væri til fjár að vinna. Bera íslenzk handritasöfn því
glöggt vitni. Á dögum Hallgríms djákna áttu fæstir þeirra, sem fengust við
fræðiiðkanir og ritstörf, þess nokkurn kost að koma ritum sínum á prent. Þó
rofaði ofurlítið til við stofnun Bókmenntafélagsins, og munu ýmsir hafa vænzt
þess, að þar opnaðist leið til prentunar rita, sem þeir höfðu unnið að með
elju og þrautseigju við fátækt og bókaskort án þess að gera sér von um útgáfu.
En Bókmenntafélagið var fátækt og lítils megnugt. Sumir höfundar þeirra
rita, sem það gaf út fyrstu árin, munu litla eða jafnvel enga þóknun hafa fengið
fyrir starf sitt. Ef til vill hefur það ýtt undir Hallgrím djákna að reyna að
korna ritum sínum á framfæri við félagið, að árið áður en hann skrifaði forseta
þess, Finni Magnússyni, fyrsta bréf sitt, hafði félagið hafið útgáfu á Árbókum
Espólíns, sem var mikið rit og fjallaði um sögu íslands, en á því sviði voru
rit Hallgríms. Bréf hans til Finns Magnússonar, sem prentuð eru hér á eftir,
sýna Ijóslega þá örðugleika, sem fátækur fræðimaður í sveit á Islandi átti við að
etja um þessar mundir, en jafnframt einlæga löngun til að leysa verk sitt af
hendi eftir beztu getu, þrátt fyrir einangrun og bókaskort.
í Rithöfundatali sínu skráði Hallgrímur djákni í stuttu máli helztu ævi-
atriði þeirra höfunda, sem hann greinir frá. Llm sjálfan sig fer hann þessum
orðum:
Hallgrímur Jónsson, fæddur 12. október 1780 á Brimnesi í Skagafirði.
Faðir hans var Jón málari, sonur Hallgríms smiðs Jónssonar á Naustum í Eyja-
firði og Halldóm Þorláksdóttur frá Ásgeirsbrekku, Jónssonar frá Veðramóti
Sigurðarsonar. En móðir Hallgríms var Ingibjörg Jónsdóttir prests á Felli Sig-
urðarsonar, systir etatsráðs Þorkels Fjeldsteð, fyrir hvers ráðstöfun Hallgrímur
var tekinn til fósturs af kaupmanni Kristni Redslew og konu hans Önnu, er
reistu fyrst höndlun á Siglufirði. Hjá þeim var hann tveggja ára tíma, unz
Kristinn dó og höndlun sú varð upphafin. Að öðru leyti uppólst hann hjá
11