Andvari - 01.01.1973, Qupperneq 168
166
IIALLGRÍMUR JÓNSSON
ANDVAHI
það, er hann væri fullnuma í, mundu menn fátt í ráðast eða framkvæma sér
eða öðrum til sóma og gagnsemda, því liver getur sagt sig fullkominn mcð
sönnu?
Það skyldi vera mér ánægja, og þá þættist eg ekki fyrir gýg unnið liafa, ef
Tilraun þcssi gæti orðið til fróðleiks og skemmtunar þeim mínum fróðleik
elskandi landsmönnum, sem ekki eiga kost á öðru lullkomnara. En þá, sem
betri tólum hal’a að treysta, væri mér ofvaxið að vilja fræða. En þess vildi eg óska,
að þeir, scm hetri upplýsingu og tækifæri hafa en eg, upphvettist af þessari
minni Tilraun til að leiða aðra fullkomnari ritgjörð sama efnis í ljós.
Sveinsstöðum þann 21. fehrúar 1835.
Elallgrímur Jónsson.
I formála fyrir Prestatali Hólastiftis, sem dagsettur er 20. febrúar 1835,
gerir Hallgrímur grein fyrir sínum þætti í því riti og segir þar, að hann hafi
fengið í hendur drög Hálfdanar Einarssonar til þessa verks, sem honum hafi
ekki enzt aldur til að fullgera: Fékk eg þá undir eins löngun til að fá presta-
röðina uppteiknaða sjálfum mér til fróðleiks og skemmtunar, en þar bók sú var
víða daul og ekki sem bezt aflestrar og innihald hennar mjög ósamstætt, kostaði
það mig mikla fyrirhöfn að fá úr henni nokkuð samstætt og orðulegt samantínt.
En þegar eg hafði þar svo mikið að gjört sem eg fann mér mögulegt, þótti mér
of endasleppt að framhalda ekki verkinu til vorra tíma, til hvers eg notaði mér
þær fáu fræðibækur, sem kost á hafði, samt munnlega og skriflega undirvísun
ýmsra presta og annarra merkismanna.............. Að þessi mín tilraun hafi
marga ófullkomlegleika, má nærri geta, en hetra er að veifa röngu tré en engu.
Bréf Hallgríms djákna til Finns Magnússonar, sem hér eru prentuð, eru
öll að einu undanskildu (4. sept. 1830) varðveitt í Ríkisskjalasafni Dana, en
eru einnig til á filmu í Landsbókasafni. Rétt þótti að prenta bréfin án úr-
lellinga. Þannig gefa sendibréf að jafnaði sannasta mynd af hréfritaranum og
samtíð hans. Fáeinar athugasemdir og skýringar fylgja bréfunum, þar sem
tilefni þótti gefast.