Andvari - 01.01.1973, Page 182
180
HAIXGRÍMUR JÓNSSON
ANDVAIU
einkanlegast girnist, og þar næst histor-
iskar) þá fellur mér allur ketill í eld og
finn mér því miður ofvaxiS að biðja um
neina af þeim vegna dýrleika þeirra og
efnaleysis míns, en hefði eg með tíð orð-
ið megnugur að borga, hefði mig langað
til að eignast Esajas Fleischers Jesu
Christi Religions Sandhed og hvori den
bestaaer, sarnt Liebenbergs eða Balles
predikanir yfir Evangelia. En fyrst um
sinn þori eg ekki að biðja urn annað að
sinni en þau vantandi Félagsrit (því að
vænta þeirra frá Bókmenntafélaginu gef-
ins vogast eg ekki) sarnt eitt exemplar af
15. bindinu, er vinur minn hefir beðið
mig að vera sér í útvegum um, en hvað
það kostar, sem þér kynnuð senda mér, bið
eg yður láta mig vita, svo eg viti hvað eg
verð skyldugur.
Þar eg af formála yðar fyrir kvæðasafni
síra Stefáns ræð, að svo vel vilduð fá
upplýsingu um yrki hans sem ævisögu-
atriði, læt eg hér með fylgja vísur nokkr-
ar, cr eg sumar fyrir löngu en sumar af
skræðu, er mér nýskeð barst í höndur,
hefi séð honum eignaðar, hvar við eg
vildi bætt hafa þcssu erindi, er eg séð
hefi í Olkvæðinu: Krúsar lögur etc., á
milli þcss 12. erindis og 13., er þannig
hljóðar:
Sofnar móður munngáts sjóður
mönnum hjá,
hvílubróður engan á,
þar til rjóður röðullinn góður
rennur um loftið blá,
inter pocula.
Sálminn: Margt er manna bölið, gæti
eg útvegað yður allan, ef yður svo þókn-
aðist. Þar eg nú ekkert fyrir hendi hefi
í bráð, sem mér líkar að senda yður, gríp
eg í ráðaleysi hér með fylgjandi blaða-
rusl, scm engu verði nemur og ei veit,
hvernig yður geðjast, hvað eg bið yður
forláta.
Nú kem eg til að drepa á helzta
árferðissögu ágrip hér í sýslu og nálægum
norðursveitum. Fyrsta vika ársins var
frostasöm og rosafengin, síðan stillt til
þorrakomu, en mestallur þorri var há-
sumri líkastur með miklum þíðum, svo
örísa varð uppí háfjöll og tók að gróa
kringum bæi, svo sáust fíflar og jafn-
vel bifukollur. En þá fimm dagar voru af
góu, lagðist vetur að algjörlega með frost-
hörkum, fannkomum og hafþökum af
Grænlands hafís kringum allt Norður-
land og Vestfirði, og þessi stranga veður-
átta hélzt oftast með fcikna kulda og
frostum til bænadags, gjörði þá viku
hláku, þaðan frá þokur, kuldasvækjur,
snjókomur og kraparigningar á víxl til
5. júní. Batnaði þá um tíma, en kom á
aftur þann 15. s. m. með ákefðar krapa-
og snjó-hríðum, sem héldust nótt og dag
til þess 21. Króknuðu þá folöld og fullorð-
in hross til dauðs, og sauðfé dó hrönnum
bæði í byggð og á afréttum. Kvenmann
kól þá til örkumla á grasaheiði og karl-
mann í júlí í lestarferð. Oftast var veður-
átta kulda og rosasöm til 4. ágúst, þá fyrst
konr hér algjörlega sumarveðurátta, er
hélzt til 7. þ. m., oftast með hitavindum
og hagstæðri heyskaparveðuráttu, svo töð-
ur nýttust víðast vel og úthey, er til þess
tíma slegin voru. En síðan hefir heyskap-
ur verið rnjög erfiður vegna storma og úr-
fella af ýmsum áttum, svo sumstaðar fuku
hcy til stórskaða, og nú eru þau víða sví-
virt og hrakin úti, komin á flot af stór-
rigningum. Peningsfellir varð víðast mik-