Andvari - 01.01.1973, Síða 184
182
HALLGRÍMUR JÓNSSON
ANDVARI
og sendi yður það í góðu trausti, aS ei
misvirðiS. Annála þessa var eg ekki búinn
að cignast, þegar eg fékkst við skræður
þær, sem Bókmenntafélagið frá mér fékk.
Væri því máske gott að bera hverja tveggja
saman, vildu menn útdraga styttri frá-
sögu úr þeim. Feginn vildi eg æskja, að
skræða þessi kæmist yður kostnaðarminna
til handa en þær í fyrra, er ei voru þess
virði, er þér á pósthúsinu hlutuð þær að
borga.
Heppinn var conferentsr. Stephensen
móti Hald, en eg þrái eftir að fá að vita
sakarinnar endalykt móti Eirichsen. En cr
þessi krigsassessor Hald annað en upp-
diktuS persóna, er það ekki Eirichsen
sjálfur?
Héðan frá landi er ekki sérlega neitt
í frásögur færandi, það eg veit eða man,
ncma árgæzka yfir höfuð að kalla til lands
og sjávar frá því um íþetta leyti í fyrra
sumar. Sumar þetta er þurrt og oftar heitt,
með góðum grasvexti á túnum og vall-
lendi, en mýrar og flóa slægjur bregðast
vegna ofurþurrka.
Morðsmál, er tilféll hér í sýslu á
næstliðnum vctri, cr nú nýlcga dæmt í
héraði. Urðu þar 3 manneskjur frá lífi
dæmdar og 7 aðrar til meiri og minni
refsingar. Amtmaður vor cr nú að ferðast
liér um sýslu að yfirlíta gjörðir og
reikninga sinna undirhafandi embættis-
manna.
Af nafnkcnndum cr dáið hafa tel eg
einkanlegast okkar merka prófast síra
Jón Jónsson á Auðkúlu, og föðurbróður
minn, síra Gunnar Hallgrímsson í Lauf-
ási, hvert brauð sonur hans, G. Gunnar-
sen í Rcykjavík, aftur fékk.
Seinustu fregnir bera hingað, aS Rúss-
ar framgangi sigursælir móti Tyrkjum,
og þykja það æskilegar fréttir. Ó, að hann
væri úr Norðurálfunni flæmdur!
Að eg ekki mæði yður mcð að fjölga
línum þessum framar, enda eg þær meS
velvirðingarbón og hugheilum farsældar
óskum yður og ySar til handa.
YSar hávelborinheita
þénustusk. elsk. vinur
Hallgrímur Jónsson.
Morðmál, þ. e. málið út af drápi Natans
Ketilssonar, sem dæmt var í héraði 2. júlí þetta
ár. Hæstiréttur staðfesti síðar sem kunnugt er
dauðadóm tveggja sakhominga, þeirra Friðriks
og Agnesar, en breytti dómi Sigríðar í ævilangt
fangelsi.
Sveinsstöðum þann 13. sept. 1829.
Hæstvirti hr. prófessor!
Yðar ástúðlega tilskrif með Símonsen
frá 17. maí þ. á. og þarmeðfylgjandi
Liebenbergs Prédikanir í tveimur bindum,
samt þrjár aðrar smærri ritgjörðir, þakka
cg yður hér með skyldugast, að ógleymdu
þar hjá 4. bindis 1. hefti af Antiqv. Ann-
aler í gegnum sýslumann Espólín á næst-
liðnum vetri, og mörgu undanförnu fleiru
ágæti og gjöfum, hvers alls eg engan-
veginn get minnugur verið í verki sem
vildi, þar efni og hentugleika brestur.
Þar þér ekkert undanskiljið nema prédik-
anir og bænir, ræðst eg í að senda yður
— svo skuli eitthvað hcita — meðfylgj-
andi blöð, scm eg veit þó ekki ncma séu
þess innihalds, er yður geðjast kynni
miður, þar ekki hefi nú öðru að tjalda
að sinni, og sendi eg það nú á leið til
Eyjafjarðar, ef skip kynnu þaðan að vera
ófarin, þar eg varð svo óheppinn að sleppa
af okkar góða Símonsen, er fór fyrri en