Andvari - 01.01.1973, Page 193
ANDVAIU
IiRÉF TIL FINNS MAGNÚSSONAK
191
Yður og yðar kveð eg loks óskum hvers
kyns hagsældar og farsælda.
Yðar 'þénustuskyldugur
elskari og heiðrari
Hallgrímur Jónsson.
Svcinsstöðum, 24. ágúst 1835.
Hæstvirti herra prófessor!
Yðar að vanda kærkomið mikilsvirð-
endi elskuríkt tilskrif og því meðfylgj-
andi Skírnir, þakka eg hér með innilega
skyldugast. En það angrar mig stórum,
að eg get ekki endurgoldið í neinu, sem
yður kynni að geðjast, velgjörðir yðar
mér til handa margítrekaðar. Eg veit ekki
heldur — þótt eg færi að íráðast að fala
eitthvað, ef fáanlegt væri -— hvort yður
rnundi þá verða það geðfellt, en vildi yður
þóknast að stinga uppá einhverju, skyldi
eg gjöra tilraun eftir möguleikum til að
vera í útvegum um það.
Það gleður mig að heyra vellíðan
frænda míns hr. Hoppes. Eg ímynda mér
hann góðmenni og Islands velunnara, og
fyrst hann er viðriðinn Islands kauphöndl-
unar málefni og iþér eruð orðinn okkar
repræsentant á Standasamkomunum, vona
eg góðs af yðar aðkvæðum og aðgjörðum
fyrir vorn nú um stundir bágstadda
hólma, og sérílagi í því tilliti, að ekki
munuð láta það viðgangast — ef við
getið ráðið — að speculöntum verði bönn-
uð hér kauphöndlun, því falli svo, mun
þeirra föstu höndlara monopolie verða
oss alltof þungbært ok, líkt og fyrri hefir
legið á landi voru.
En hvað viðvíkur Prestatals sktuddu
minni, þá sneri eg mér með hana til stifts-
prófasts síra Áma Helgasonar, og er það
nú undir hans og félagsmeðbræðra kjör-
um syðra komið, hvort hún verður með-
tækileg álitin eða ræk. En síðan hún til
hans kom með vermönnum í vetur, hefi
eg enga línu frá honum fengið, og veit
því ekki, hvert álit hún fær eða fengið
hefir hjá þeirn merku mönnum. En verði
henni nú útskúfað, þá hugsa eg ekki tii
að gera frckari tilraunir henni til fram-
færis. Eftir vísbendingu um hennar fata
vona eg í haust.
Undarlegt virðist mér, að Bókmcnnta-
félagið skuli í Skírni skipta svo oft um
bústaði rnína og láta mig þó aldrei eiga
þar heima sem eg á. I 4. og 5. árgangi var
mér eignað heimili á Leysingjastöðum, og
það var þó nokkru nær, því Leysingja-
staðir eru á næsta bæ við mig. En síðan
hafa þeir byggt mér Silfrastaði, og það
bæjarnafn veit eg hvergi til nema í Skaga-
firði, og þar hefi eg aldrei átt heima. En
á Sveinstöðum hefir mitt heimkynni
verið síðan 1805, og þar er það cnn. Þar
að auki þykir mér það engu síður kát-
legt, að eg er talinn i Danmarkar flokkn-
um nr. 2, en ekki í íslands flokknum nr.
1. Eg er þó alltaf íslenzkur og hefi aldrei
haft aðsetur í Danmörku.
Nú er neyðartíð hér í landi. Veturinn
var einhver hinn harðari eða harðasti, með
fádæma snjókyngjum og brunahörkum
— hér í sveit mest 24° —. Þó tóku yfir
vorharðindin með sífcllum þyrrkings-
kuldastormum og frosthörkum á hverri
nóttu, og jafnvel um hádaga allt að slátt-
arbyrjun, en síðan Iiafa gengið hér nyrðra
og eins vestra — þar eg hefi til frétt —
sífelldar úrkomur og stórrigningar með
iðulegum snjókomum í fjöllum allt ofan-
undir bæi, að víðast er ekkert strá enn
nú fullþurrkað eða innkomið af töðu, því