Andvari - 01.01.1973, Side 194
192
HALLGRÍMUR JÓNSSON
ANDVAHI
síður af úthcyi. Annars er grasvöxtur yfir
höfuð í sárbágasta lagi, svo flest er nú
samfara — hvað landbúskapnum við-
víkur — til mestu örðugleika og vandræða
útlits. Máske úrkomur þessar rniklu séu
afleiðingar Jpeirrar væntanlega sjáanlegu
halastjörnu? Fiskafli er hér í sýslu einhvcr
hinn bezti, þó fáir geti því sætt um þetta
tímabil ársins.
Fyrirgefið þessar nugas
yðar hávelborinheita
þénustuskyldugum
heiðrara og elskara
Hallgrími Jónssyni.
þessar nugas, þessa smámuni.
Sveinsstöðum, 12. júlí 1836.
Hæstvirti herra prófessor!
Yðar að vanda hæstvirt elskulegt til-
skrif samt meðfylgjandi Skírni og Minnis-
blöðum þakka eg yður hérmeð ástsamlega
skyldugast, samt margfaldar mér auðsýnd-
ar velgjörðir.
Skyldu mína finn eg að samfagna yfir
yðar nýfengna doktors-heiðri samt sér-
hverri heiðurströppu, er yður auðnast
með dáð og dugnaði á að klifrast, og óska
þarhjá af alhuga, að lukkunnar meðlæti
framhaldist við yður í þvílíku og fleiru
til æviloka.
Bágt var ástand vors fátæka föðurlands
næstliðið ár. Þó er cnn nú bágara sem von
er, þar sömu harðindi framhaldast, vetur-
inn frá nýári mikið snjóasamur og vorið
hart til bænadags. Þá varð maí mestallur
góður, en frá því hafa oftast gengið sífelld-
ir norðankuldastormar með næturfrostum
á milli, svo rnikill hnekkir er kominn á
grasvöxtinn hér norðanlands, og þær fáu
skepnur, sem veturinn og vorið afslórðu,
magrar og berar, gjöra nú sáralítið gagn,
svo áhorfist til mikils neyðarástands, eink-
um cf menn verða nú að farga fleiru í
haust af þeim eftirtórandi fáu skepnum,
er menn annars ekki hefðu neyðzt til að
skera sér til bjargar. En ekki er guð lcngi
úr að bæta, ef honurn þóknast. Verði
hans vilji!
Þó bágt sé nú í ári og áhorfist enn
þyngra, get eg þó ekki stillt mig urn að
biðja yður komast eftir, hvort ei mundi
fáanleg bók í Khöfn, sem þar var prentuð
1742 og þarumbil, í 8vo (titill hennar
sést á hér innlögðum miða) sarnt hvað
mörg bindi eða deilar af hcnni muni
til vera, og hvað dýr mundi verða. Eg
hefi séð 3 declc, en vona, að fleiri séu til,
þó ekki séu hér fáanlegir.
Nýtt er okkur það Islendingum að sjá
Almanak prentað í okkar máli, og sé eg
það er yður að þakka sem fleira landi
voru til hagsmuna, sóma og heilla. Guð
farsæli alla þá, sem vilja því vcl! Oft hefir
það haft vina og aðstoðarmanna þörf, en
ekki sízt í núverandi og auðsýnilega ná-
lægum kringumstæðum.
Eg vil jafnan með skyldugri virðingu
finnast
yðar hávelborinheita
elskandi heiðrari
Hallgrímur Jónsson.
E. S. Kaupanda cinn að Grænlands
sögu yðar fékk eg eftir það að eg sendi
yður nafn mitt, og mig minnir fleiri.
Þessi er Þorsteinn Sigurðarson bóndi í
I Iaga. Ættu menn nú ekki svo bágt með
bókakaup, þá mundu lysthafendur æskja
hennar sem fyrst.