Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 4
2
Ferðir á suðurlandi.
þeirra á önnur jnrðlög, eins og hjer. f>ó allar þessar
eldstöðvar sjeu nálægt fjölmennum byggðum, þá eru
þær þó mjög lítt kunnar; öræfin öll á þessu sviði hafa
aldrei verið skoðuð af jarðfróðum mönnum. Ber ýmis-
legt til þess, að þau eru lítt kunn, og það helzt, að
útlendir ferðamenn skoða sjaldan annað en það, sem
er á alfaravegi; illir vegir og ýmsir aðrir örðugleikar
hamla, og svo eru það fáir, sem eru svo útbúnir, að
þeir geti legið úti í óbyggðum, en það er alveg nauð-
synlegt, ef vel á að skoða. í þes-um hjeruðum má
því gjöra ýmsar athuganir og rannsóknir, sem töluverða
þýðingu hafa fyrir jarðfræði landsins. Til þess nú að
geta fengið fulla vissu um byggingu þossara lijeraða og
eldsumbrot þau, sem þar hafa orðið, þarf eigi að eins
að skoða eldfjöllin sjálf og hraunin, heldur og landið í
næstu hjeruðum, svo aldurshlutföllin geti orðið ákveðin
og allt samanhengi hinna eldbrunnu myndana við eldri
jarðlög komi í ljós. Sumarið 1883 ferðaðist jeg eink-
um um Keykjanesskaga, öræfin þar upp af og nálæg
hjeruð, ætlaði jeg með því að fá góða undirstöðu undir
frekari rannsóknir á eldmyndunum landsins seinna moir
og um leið að kynna mjer allt það, er hægt var að
sjá af almennri jarðfræði og landafræði þessara hjeraða,
og leiðrjetta uppdrátt íslands, ef þörf gerðist. Veðrátta
mátti heita hin bezta þetta sumar og gat jeg því vel
komið því við, að skoða það, sem fjær er byggðum og
örðugt er að skoða þegar illt er í ári.
Jeg hóf ferð mína 14.júní; fór jeg þá upp í Borg-
arfjörð til þess að skoða jarðmyndanir þar. Á Seltjarn-
arnesi og í Mosfellssveit er undirlendið allt bunguvaxn-
ar hæðir og hryggir, urðaröldur, melar og fastar klappir
á milli. Aðalefnið í hæðum þessum er dólerít; það er
gráleit, stórkornótt bergtegund, skyld basalti, en hjer
miklu yngri. Grjót þetta klýfst ágætlega vel og er nú
almennt notað tif húsabygginga í Keykjavík. fað er
auðsjeð á útliti þessarar bergtegundar, að hún hefir eitt