Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 28
26
Fcrðir á suðurlandi.
jökulhlaup á söndunum í Skaptáfcllssýslu, t. d. á Skeið-
arársandi. Líkar rnyndanir eru eiiaust stórar holur, sem
koma stundum í árfarvegi á vorin.
Iírísuvíkurnámur eru utan í Sveiíiuhálsi, norður
af Krísuvík, og dálítið fyrir neðan hanft. Móberg er í
lrálsinum öllum, og brennistoinsblettir og sundursoðinn
leir allvíða í honum; en mest kveður þó að því við
KrísuVík. Hinar súru gufur koma upp um sprungur í
móberginu; í giljum og vatnsræsum, er ganga niður í
fjallið, helir jarðvegurinn við það soðnað allur í sund-
ur; móbergið er orðið að marglitum leir og gegnum-
ofið af brennisteinssúrum steinsamböndum. Víða eru
þar stórir, bullandi leirkatlar, sem alltaf sýður í; frem-
ur lítið er þar samt um brennistein, og miklu minna
en í námunum fyrir norðan í Jiingeyjaisýslu. Móbergið
er víða upplitað og orðið hvítleitt af gufunum, en
hraunmolarnir úr því liggja lausir kolsvartir ofan á, af
því að soðnað heíir í kringum þá. Undarlegt þykir
mjor, ef það getur borgað sig að vinna þær. Ensku
fjelögin, sem hafa námurnar, og ætla sjer að taka þar
brennistein, kopar og buris, eru byggð í laueu lopti á
hlutabrjefum. Englendingur nokkur, J. W. Busby,
keypti fyrst Krísuvíkurnámur 1858 fyrir milligöngu
Dr. Jóns Hjaltalíns; sjera S. B. SiVertsen og Sveinn
Eiríksson bóndi í Krísuvík seldu fyrir 1400 dali; eptir
kaupbrjefinu mega Englendingar taka allan brennistein
í Krísuvíkurtorfu og Herdísarvíkurlandi, ásamt öllum
málmjaiðartegundum, or þar kynni að finnast; auk
þess hafa jieir ýms rjettindi önnur. Síðan hafa nám-
urnar farið hendi úr hendi og verið seld í þeim
hlutabrjef.
Frá Krísuvík fórum við snöggva feið upp í Trölla-
dyngju, sem jeg þó skoðari miklu nákvæmar seinna
um sumarið, og síðan niöur að Kaldársoli. Vegurinn
liggur um Ketilstig, síðan norður með Sveiíiuhálsi að
vestan og svo fram með Undirhlíðum. Sveifluháls er