Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 100
98
TJm alþýðumenntun.
Vjer höfum nú fengið fróðlega ritgjörð í Andvara
(VII, 90—122) um skóia í Svíþjóð; hún sýnir oss ljós-
lega stofnu Svíanna í skólamálum. Ritgjörð þessi ætti
að vera oss kærkomin, og vjer ættum að veita henni
eptirtekt. Vjer erum enn ekki samdóma um stefnu
skólamála vorra, og höfum lítið af innlendri reynslu að
styðjast við; en Svíar eru búnir að reyna og prifa, og
húnir að taka fasta stefnu, og þeir þykja vera búnir að
koma skólum sínum í hentugt horf. Af ritgjörðinni
má sjá, að Svíar haga alþýðumenntun þannig, að fyrsta
fræðsla er veitt annaðhvort í heimahúsum eða í barna-
skólum; þá taka alþýðuskólarnir við, og þaðan liggur
svo aðalleiðin til kennaraskólanna og alþýðuháskólanna.
Skólaleiðin er öll einn stigi, sem maðurinn fetar upp eptir
af einni rim á aðra, neðan frá vanþekkingu og meðvit-
undarleysi um andlegt atgjörvi upp til fróðleiks, menn-
ingar og andlegs þroska. Nú höfum vjer fengið gagn-
fræðaskóla á Möðruvöllum, og jeg skoða hann sem al-
þýðuháskóla fyrir íslendinga, og jeg veit ekki betur en
að öllum komi saman um, að þar eigi lærisveinar að
geta fengið svo fullkomna og yfirgripsmikla menntun,
að þeir verði vel menntaðir leikmenn, svo vel mennt-
aðir, að þeir í móðurmálinu, í dönsku og ensku, í nátt-
úrufræði og ýmsum fieiri fræðum standi jafnfætis þeim
mönnum, sem ganga gegnum lærða skólann. þ>að er
auðsætt, að ekkert má spara, sem geti gjört þessa efstu
menntastofnun, sem landið á fyrir alþýðu, svo fullkomna
og nytsama, scm framast má verða, enda hefir þegar
verið vel sjeð fyrir mörgum þörfum skólans; hann hefir
fengið rúmgott og vandað hús, ágæta kennara, bóka-
safn, náttúrusafn og mörg náttúrufræðisleg áhöld, og
hlutaðeigendur loggja allt kapp á að auka söfnin og
áhöldin. En til þess að skólinn komi að fullum not-
um, þarf hann enn fremur að fá þá lærisvoina, sem
fongið liafa nokkra undirbúningsmonntun, sem búnir
eru að læra meira eða minna af þeim almennu fræðum,