Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 34
32
Ferðir á suðurlandi.
hverfandi undir fótum okkar. Lengi vorum við að
klöngrast niður hraunfossana í Grindaskörðum og kom-
um nokkru eptir miðnætti að tjaldinu við Kaldársel.
Næsta dag skoðuðum við hraunin nálægt Kaldárseli og
við Hclgafell; um kvöldið var koraið versta veður, og
um nóttina ofsaveður og rigning; tjaldið ljek á reiði-
skjálíi og ætlaði að fjúka, jafnvel þó stórir steinar
hefðu verið bornir á það; við gátum því nær ekkert
sofið. Um morguninn fórum við niður í Hafnarfjörð og
svo til Reykjavíkur. Hvaleyrarásar og Sethergshlíðar eru
allar úr dólerít eða einhverri líkri bergtegund; móberg
kemur fram við Hraunsholtslæk; þó sjest að eins lítið
eitt af því.
Síðustu dagana í júlí fór jeg aptur af stað suður
með strönd, suður um Vatnsleysuströnd, Voga, Njarð-
víkur, Garðskaga og Hafnir. |>ar sem hraun eigi hylja
jarðveginn er þar alstaðar dólerít í jörðu, sams konar
og það, sem er í Reykjavík, og ágætt til bygginga. Á
þessu eldgamla hraungrjóti (dólerítinu) sjást víða ísrák-
ir og önnur ísmerki; hver dólerítstraumurinn hefir
runnið yfir annan og sjást víða gjallskánir milli lag-
anna. Á einstaka stað eru lítil móhergslög milli dóle-
rítstraumanna; þau eru askan úr gosunum, þegar dóle-
rítlögin urðu til. Dólerítlögin eru sumstaðar æði þykk,
alls um 200 fet í Hólmsbergi og Vogastapa. A ein-
staka stað liggja dálitlar móbergsmyndanir ofan á dóle-
rítinu, t. d. við Kefiavík og Leiru; móbergsmyndanir
þessar eru sams konar og þær, sem eru við Fossvog og
Rauðará; í þeim er dálítið af smáskeljum, sem benda
til þess, að þær liafi myndazt seinast á ísöldinni. Mó-
bergið í Hólmsbergi er rjett við Kefiavík í víkinni fyrir
utan húsin; lögin eru mjög óregluleg, auðsjáanlega
mynduð við sævarströnd og liggja upp að dólerítinu,
sem hjer er mjög hraunkennt. Sumstaðar eru lögin
smágjör og sandkennd, sumstaðar stórgerðari, marg-
hnoðuð saman og raeð dólorítmolum. Hjer og hvar