Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 75
Ferðir á suðurlandi.
73
að hann gjósi prisvar á dag, most kl. 9 á morgnana,
minna kl. 2—3 e. m., og svo kl. 9—10 á kvöldin. Síð-
an urðu margir til að skoða Geysi og lýsa honum. Af
íslendingum hafa þeir Eggert Ólafsson og Sveinn Páls-
son lýst honum bezt; og svo hafa þar komið ótal út-
lendingar. Bezt var hann þó rannsakaður 1846, þegar
þeir komu þar Bunsen og Des-Cloiseaux. Breytingar
urðu miklar á hverunum kring um Geysi við jarð-
skjálptana miklu 1784 og 1789. Strokkur fór fyrst að
gjósa til muna eptir jarðskjálptann 1789; áður gaus
Blesi töluvert með miklurn ólátum, eptir því er ráða
má af lýsinuum Stanloy’s og Hendersons.
Niður frá Geysi og allt niður að sjó er eintómt
undirlendi. Hæð þess er efst í Biskupstungum tæp
400 fet, og svo smá-hallar niður eptir. Undirlendi
þetta er víðast mýrlent, en þó litlir fjallahnúðar, liolt
og melar upp úr hjer og hvar. Mikill fiói hefir skorizt
hjer upp í landið í fyrndinni, vestan við fjalla- og
heiðaranann, sem skerst út úr aðalhálendinu milli
Tungna-ár og Þjórsár. í árbökkum sjest víða ísaldar-
leir undir sverðinum og mýrunum, og sumstaðar eru
skeljar, t. d. við Brúará nálægt Spóastöðum, og við
Sog nálægt Bíldsfelli í Grafningi. Frá Geysi fórum
við niður að Skálholti og þaðan að Klausturhólum.
Yið Klausturhóla eru allmikil hraun; ná þau ofan
frá Lyngdalsheiði niður undir ármótin, þar sem Sogið
fellur í Hvítá. í því er gígaröð frá norðaustri til suð-
vesturs, og heita gígirnir ýmsum nöfnum (Rauðhóll
nyrzt, Seyðishólar, Kerhóll, Tjarnarhólar, Kolgrafarhóll).
Hraunið er mjög gamalt, gróið upp, og víða skógi
vaxið vestan til; gígirnir orðnir rauðir af elli og vatn í
sumum. Lyngdalsheiði norður af sýnist vera mjög
gömul, flatvaxin eldfjallakúpa, með gígum á efstu bung-
unni, eins og Selvogsheiðij; hallinn er að eins 4—5°.
Stórkostleg hraun hafa runnið vestur af Lyngdalsheiði,
niður að þíngvallavatni; ná þau alla lcið frá hálsinum