Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 30
28
Ferðir ú suðurlandi.
eru í vanalega stefnu, eins og aðrir gígir þar í nánd,
frá norðaustri til suðvesturs; kringum uppvörpin er
dálítil hrúga af hraunsteinum og svo hraunpíþur niður
úr; hraunbletturinn, sem komið hefir úr opum þessum,
er mjög lítill, á að gizka 300 faðma langur og 10—20
faðma breiður.
Ásarnir, sem ganga niður undir Hvaleyri, eru
nokkurs konar álma út úr Undirhlíðum og skilur hún
Kapelluhraun frá Hafnarfiarðarhrauni. Hafnarfjarðar-
hraun er mjög gamalt; það virðist hafa komið úr stðr-
um gömlum gíg norður af Helgafelli og vestur af Hús-
felli, en síðan hefir landið milli þess gígs og Setbergs-
hlíða-enda sokkið, og sjest vel í gjábarminum vestii
allt norður undir Elliðavatn. Önnur gjá hefst rjett
fyrir vestan Húsfell og gengur í suðvestur með Helga-
felli suður um hraun þau, er komin eru frá Grinda-
skörðum; hún heitir Gullkistugjá; yfir hana verður eigi
komizt nema á einstöku stað.
Við Kaldársel lágum við nokkra daga í tjaldi.
Kaldá kemur undan móbergshrauninu rjótt fyrir neðan
Helgafell; eru þav lón pða augu og kemur vatnið fram
víða í bökkunum. Og upp um botninn sjest sumstaðar,
að smásandur í hotninum dansar upp ogniður af vatn-
inu, er streymir upp um holurnar. Áin rennur svo
dálítinn spöl eptir hrauninu niður hjá Kaldárseli og
hverfur dálitlu neðar undir hraunið. Margar munn-
mælasögur eru um Kaldá; segja sumir, að hún renni
undir hraunum út, allt nes, komi svo upp í sjónum
fyrir utan vita, og af straumi hennar verði svo Keykja-
nesröst; en þetta er fjarri öllum sanni. Víöa komur
dálítið vatn í sjóinn undan hraunum, en vatnsmegnið
í Kaldá or svo lítið, að hún getur eigi komið neinum
verulegum straumi til leiðar. Sumir segja sínu máli til
sönnunar, að taka megi ferskt vatn ofan á sjónum í
Reykjanesröst, en nákunnugir menn hafa sagt mjer, að
það sje ekki satt. Kaldá bor fram cin 90 teningsfet af