Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 31
Ferðir á suðurlandi.
29
vatni á aekúndu. |>jórsá ber fram hjá fjórsárholti nærri
1800 teningsfet á sama tíma. Af þessu sjest, að Kaldá
er að eins dálítil lækjarspræna. Kaldá liefir nafn sitt
af því, að vatnið í henni er eins og annað uppsprettu-
eða lindarvatn, að það liefir alltaf hjer um bil sama
liita árið um kring, og finnst því vera mjög kalt á
sumrum, þegar lopthitinn er miklu meiri.
Frá Kaldárseii fór jeg skoðunarferðir um fjöllin
þar austur og suður af. Eina ferðina fór jeg (20. júlí)
austur með öllum Bláfjöllum að norðan kringum Yífil-
fell, upp Ólafsskarð, út með Bláfjöllum að sunnan yfir
Heiðina há og niður Grindaskörð að Kaldáiseli aptur.
Upp á Undirlilíðar kemur maður rjett fyrir ofan selið;
upp á þeim er hraunhaf upp að Lönguhlíð og Grinda-
skörðum; standa þar að eins fáeinir móhcrgshnúkar upp
úr (Helgafoll, Valahnúkur og Húsfell). Hæðadrög úr
Undirhlíðum halda áfram góðan kipp austur á við fyrir
ofan Lönguhlíðarfjöllin og Bláfjöll, alveg upp að Fó-
elluvötnum fyrir ofan Lækjarhotna, og þar standa upp
raðir af smáum inóbergstindum. Fyrir sunnan Grinda-
skörð og Kerlingarskarð tekur Langahlíð við, og er
norðurströnd hennar óslitinn fjallamúr vestur að lægð-
inni, sem Kleifarvatn er í; hún er há, rúm 2000 fet,
en um skörðin lækka fjöllin töluvert. Dólerít er þar
ofan á, en móherg undir, alveg eins og í Geitahlíð,
sem er áframhald Lönguhlíðar suður fyrir Kleifarvatn.
Hraunin milli Lönguhlíðar og Undirhlíða eru fjarska
mikil; nær sá bruni óslitinn frá vesturhorninu á Löngu-
hlíð niður að Elliðavatnsásum og Lækjarbotnum. Vest-
urhluti lirauna þessara hefir komið úr 10—12 stórum
gígum, sem standa upp á heiðarröndinni, milli Grinda-
skarða og Kerlingarskarðs; gígir þessir eru mismunandi
gamlir, og eru sumir hraunstraumarnir, sem ofan á
liggja, mjög nýlegir; öll þessi hýsn hafa streymt niður
fjallið í breiðum fossum uin Grindaskörð, og eru hraun-
in þar ákafiega úfin með ótal pípurn og heilum. Á