Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 44
42
Ferðir á suðUrlandi.
gos og jarðskjálptar miklir á Suðurlandi1; þá eyddist
helmingurinn af Reykjanesi, að því er Gísli Oddsson
segir. 1390 var eldur uppi víða, í Heklu, Síðujökli og
Trölladyngju; segir Espólín, að þá hafi hrunnið af hálft
Rcykjanes, og standi þar nú eptir af því er sökk
Dýptarsteinn og Fuglasker; en þetta eru líklega að
eins munnmæli, og gengur sú saga enn milli manna
hjer syðra. Ekki gat jeg sjeð nein merki til þess, að
slíkt hefði getað orðið. og hefði þó gjár og aðrar um-
breytingar á nesinu átt að benda til þess; því slík um-
brot, ganga eigi af þegjandi. Síðan gaus þar aptur
1422. og kom upp ev, og sást hún um nokkurn tíma
eptir2, en hefir hoifið síðan. Jví næst gaus 1583, og
svo varð blje á 1 200 ár. Árið 1783, nokkru áður en
eldgosin miklu byrjuðu við Skaptárgljúfur, fór að gjósa
(í maímánuði) fyrir líeykjanesi; var sjórinn allur þak-
inn vikri; kom þá upp ey fyrir utan Fuglasker, og var
kölluð Nýey, en hún hvarf skömmu síðar. Ey þessi var
eldgígur, og gaus hrauni og vikri. Ar 1830 var enn gos
(13. marz) fyrir Reykjanesi, V2 mílu fy'rir utan Eld-
eyjarboða; seinast gaus þar 1879 (30. maí), en gos það
hefir eíiaust verið mjög lítið. Um sama leyti urðu
allmiklir jarðskjálptar í Krísuvík, og ttýði þar fólk allt
úr húsurn, og stferk baðstofa fjell á Vigdísarvöllum.
Ýmsar breytingar hafa orðið á eyjum fyrir utan Reykja-
nes, þó lítið sje um það í frásögur fært; á uppdrætti,
er fylgir ferðabók Kergúelen de Tremarec’s, er eyja sett
hjer um bil 30 mílur frá landi, og er sagt, að hún
hafi sjezt 1713 og 1734.
Skerjaröðin suðvestur af Reykjanesi er orðin fræg
fyrir geirfuglinn (alca impennis), er þar var. Geirfugl-
inn Var álkufugl, ákyldur klumbu, synti ágæta vel, en
gat eigi ílogið, því vængirnir voru mjög stuttir; notaði
1) ísl. ann. bls. 114.
2) ísl. ann. bls. 396.