Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 46
44
Ferðir á suðurlandi.
við kýrfóðurs-völl. Ikið var lengst frá norðaustri til
suðvesturs, og allt úr hraunsteini; hallaðist pað nokkuð
frá vestri til austurs, en var liatt að ofan. Svo niikið
var par af svartfugli, að allt skerið var þakið, og menn
urðu að vaða egg og fugladrit í knje. Af geirfugli var
eigi mjög mikið; á hjer um bil Vie hluta skersins var
geirfugl næst lendingunni, því liærra gátu þeir ekki
koinizt. Á fyrri öld er sagt, að menn hafi fyrst farið
út í skerið 1732 og höfðu engir þá komið þar í 75 ár.
Snemma á 17. öld fóru menn þangað til aflafanga.
Björn á Skarðsá getur þess, að 1639 hafi 4 skip af
Suðurnesjum farið þangað, og fórust tvö þeirra, en hin
komust af eptir mikla hrakninga; og áður hefir þar víst
verið fuglatekja um langan aldur, því í Wilchins mál-
daga segir, að kirkjan í Kirkjuvogi eigi hálft Geirfugla-
sker og kirkjan á Kirkjubóli fjórðung í Geirfuglaskeri.
Árið 1813 gengu nokkrir Færeyingar upp á skerið og
drápu þar rúrnlega 20 fugla, en hinir fældust burtu.
1821 fór fuglafræðingurinn Faber út að skerinu; sá
hann þar mikið af súlu og svartfugli. en engan geir-
fugl. Ekki var geirfuglinn samt útdauður þá, því ná-
lægt árinu 1830 voru teknir 27 geirfuglar við Eeykja-
nes. Geirfuglasker sökk við eldgosið 1830 og hafa þá
fuglarnir orðið að flýja þaðan í önnur sker nær landi.
Seinustu fuglar, sem menn vita um, voru skotnir við
Eldey; þeir voru tveir, karl- og kvennfugl. Síðan hafa
menn ekki orðið varir við geirfugl, og er hann nú lík-
lega alveg útdauður.
Geirfugl hefir verið víðar við ísland. Nærri 2
mílur í suðvestur af Vostmannaeyjum er Geirfuglasker,
og getur Eggert Ölafsson um, að þar verpi geirfugl.
|>egar Faber dvaldi á Vestmannaeyjum 1821, sagði
maður honum þar, að hann fyrir 20 árum hefði náð
geirfugli á þessu skeri, og það væri hinn eini, er hann
nokkurn tíma hefði sjeð. Bóndi fyrir vestan sagði
Fabor, að hann 1814 hefði drepið 7 geirfugla á skeri