Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 129
Um súrliey.
127
Ýmsar tilraunir liafa veriö gjörðar með súrheyið,
fóðurgildi þess borið saman við þurrt hey úr sömu
jurtum, og efnasamband þess rannsakað, til þess að
komast að raun um, livaða breytingar það fengi við
verkunina eða geymsluna. Einnig bafa verið gjörðar
athuganir til að komast að raun um, hvort súrhoyið
moltist eins vol eða betur en sömu jurtir þurrkaðar.
Tilraunirnar eru reyndar ekki nógu margar eða
yfirgripsmiklar til þess, að eptir þeim verði fúllkomlega
dæmt um þetta, en þær sj'na þó, að talsvert missist
af næringarefnum þeim, sem eru í jurtunum nýjum,
við það að gjöra súrliey úr þeim. IJannig hefir fund-
izt, að maísgras, smári, rófnakál og fleiri jurtir, hafa
misst lijer um bil x/<i af næringarefnum sínum yfir
höfuð. Einnig hafa tilraunirnar sýnt, að súrheyið er,
of okki tormeltara, þá að minnsta kosti alls eigi auð-
meltara en þurrt hey af sömu jurtum.
Athuganir þessar sýnast benda til, að gangurinn,
som kemur í súrheyið í gryfjunni, gjöri ýmsar efna-
breytingar, sem rýra meira fóðurgildi jurtanna en
breytingar þær, sem verða við vanalega heyverkun.
Sykrið og mjölefnið, sem er í jurtunum nýjum, og
fleiri hoilnæm næringarefni, breytast meira eða minna
við ganginn, sem kemur í súrheyið, og myndazt þá úr
þeim mjólkursýra (þar af nafnið súrhey) og jafnvel
ediksýra og fleiri þess konar efni, sem eru miður lioll
eða honlug næring, en þess konar breytingar koma síð-
ur fram við vanalega heyverkun.
Við þetta er þó athugandi: fyrst það, að vísinda-
legu tilraunirnar eru tæplega nógu margar og nógu
yfirgripsmiklar, til að hrekja álit margra eptirtoktar-
samra búmanna, sem gjört hafa árlega mikið af súr-
heyi, og sem álíta, að súrhoyið rnissi ekki meira, jafu-
vel minna við verkunina en þurrkað hey. í öðru lagi
er þess að gæta, að heyið hrekst opt meira eða minna
í þurrkinum, og cf það rignir til muna eptir að það er