Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 48
46
Ferðir á suðurlan,di.
illt er að bjarga rekanum undan sjó sökum brimp.
Hraun þessi eru misgömul, komin fram við mörg gos
á ýmsum stöðum; víða eru þar íjarska-stórar hraun-
blöðrur, einhverjar þær stærstu, sem jeg hefi sjeð; ein
þcirra var 40 fet á hæð. Prá Járngerðarstöðum í
Grindavík fórum við upp í Eldvarpa-hraun; það er
mjög nýlegt, og fjarska-illt yfirferðar ; hesti er ómögg-
legt að koma við og illfært gangandi manni. í því
skoðaði jeg á einum stað gamlar, mosavaxnar rústir;
þær er rnjög illt að finna: á afskekktum stað í versta
brunahrauni. IJar hefir líklega einhvern tíma í fyrnd-
inni verið atlivarf' manns, s.em einhverra orsaka vegna
hefir orðið að fiýja úr byggðinni. Ekki er hægt að sjá
þessar rgstir fyr en maður er rjett kominn að þeim;
standa þær í kvos, á flötum hraunbletti. og há hraun
allt í krintr. Fram á miöjum fletinum eru 3 kofar,
allir hlaðnir úr hraunhellum og hleðslan víðast einföld;
gjört hefir verið yfir byrgi þessi með stórum hraun-
hellum. Allir eru kofar þes.sir smáir, 15 — 18 fet á
lengd. Stærsti kofinn er inn í hraunviki; hafa hraun-
brúnirnar verið notaðar fyrir veggi. Bak við þennan
ltofa var hlaðin tótt, djúp eins og brunnur; þar fund-
urn við hálffúna tiltelgda sp/tu undir möryum hraun-
hellum og mosa. Önnur hringmynduð rúst var þar í
nánd. Uppi á hæstu hraunbrúnínni fyrir ofan var enn
eitt byrgi, alveg eins og það hefði verið notað til þess
að skyggnast um. Allar eru rústir þessar mjög gamlar,
því á þeim var nærri eins þykkt mosalag eins og á
hrauninu sjálfu. Enginn veit neitt um þessa kofa; þeir
fundust af tilviljun fyrir nokkrum árum.
Útræði er mikið í Grindavík, en mjög er þar
brimasamt. Allt er dregið á handfæri. Opt rekur hjer
brimrotaðan tisk, þorsk, lúðu o. fl. í fyrra síðari vik-
urnar af Þorra rak bæði í Selvogi og Grindavík fjarska-
mikið af karfa (Sebastes norvegicus), svo öll fjaran var
rauð af honum. Bæir eru hjer í þorpum. Vestast er