Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 136
134
Um súrhey.
með veggjunum um leið og sígur, og troða þar vel, svo
lopt komizt hvergi inn. Erlendis byrgja sumir með
þykkum borðum eða plönkum, er þeir leggja livert þjott
við annað þvert yfir gryfjuna og bera svo grjót á ofan,
svo mikið, að heyið þrýstist nægilega saman. Að vísu
er nokkur kostnaðarauki í fyrstunni við það, að byrgja
með borðum, og veggirnir þurfa þá að vera vandlega
sljettir og hjer um bil lóðbeinir, svo að boiðin geti
sígið niður, þó þau fylli út í tóttina að ofan, og þá
má ekki gjöra gryfjuna kúfaða. Að sumu leyti er þotta
betra en að byrgja með rnold; er það einkum mildu
þokkalegra, einnig fljótlegra að byrgja og taka ofan af
aptur, og með því móti er auðvelt að fá nóg þyngsli
ofan á heyið. Aptur held jeg, að moldarbyrgingin sje
að öðru leyti engu lakari, ef lagið er nógu þykkt.
Komi stórrigning áður en búið er um gryfjuna til
fullnustu að haustinu, þá drekkur moldarlagið mikið
vatn í sig og ver heyið um tíma, en allt, sem rignir í
gryfjuna, sem byrgð er með borðum og grjóti, hlýtur
að fara bráðlega niður 1 heyið. Ef borðabyrgingin væri
reynd, væri sjálfsagt að þekja fyrst yfir heyið með
torfi. Hælilegt þykir að hafa 400—800 punda þunga
á hverri ferhyrningsali'n til að pressa heyið, og ef byrgt
er með mold, þá veitir eptir því ekki af, að lagið sje
1—2 fet á þyklct, eptir því hversu þjett hún er; sje
það veggjamold, veitir ekki af 2 fetum, en ef hún er
mjög sendin og leirborin, má eins vel komast af með
1—1 Va fet. Sje byrgt moð borðum, er nóg, að grjót-
lagið ofan á þeim sje 10—12 þuml. á þykkt. Til þess
að koma sem mestu í sömu gryfjuna, væri máske
reynandi að byrgja hana fyrst með tvöföldu torfi og
svo miklu grjóti, að þyngslin yrðu nóg, og lofa að síga
í henni svo sem vikutíma, taka svo ofan af og fylla á
ný, og byrgja nú aptur með toríi og mold.
í>ó að gryfjan hafi verið vandlega byrgð eptir það
hún var fyllt í seinna sinn, þá verður þó að búa bctur