Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 105
Um alþýðumenntun.
103
Joggja svo það á sýslusjóðinn, sem pá vantar til. fó
það væri æskilegt, að ekki pyrfti að kosta börnin í
skólanum að öðru leyti en fæði og þjónustu, pá verður
varla talið ósanngjarnt, að þeir kosti meira til skólans,
sem nota kann, en hinir, sem ekki gjöra það. fó svona
væri til hagað, ættu hreppafjelögin að geta sjeð um, að
það bægði ekki bláfátækum efnilegum unglingum frá
skólanum. Ef þessi borgun væri sett t. d. 1 króna um
vikuna, og 20 unglingar væru í skólanum allan vetur-
inn, þá fengjust með þessu móti 500 krónur, og er þá
ekki annað eptir en rentur og afborgun af skólahúss-
verðinu, og þó að það þyrfti að leggjast á sýslusjóðinn,
þá er það ekki tilfinnanlegt.
þó jeg hafi nú talað um einn skóla fyrir hverja
sýslu, og álíti að fieiri þurfi — fleiri eru þeir að tiltölu
hjá Svíum— og þó jeg hafi talið mögulegt að koma svo
mörgum upp, þá er ekki meining mín, að menn þurfi
að rígbinda skólastofnunina við eina sýslu, holdur álít
jeg þvert á móti vel hugsanlegt, að 2 sýslur gengi í
fjelag, stofni einn skóla, og noti hann báðar um sinn.
Geta þær svo seinna komið upp öðrum skóla á sama
svæðinu, hve nær sem þurfa þykir og efni leyfa. Peir,
sem leggja hart á sig, til að koma alþýðuskólum á fót,
vinna þarft verk fyrir afkomendur sína, og ánægjulegt
íýrir sjálfa sig, og rnjor þykir trúlegast, að menn finni
alls ekki til kostnaðarins, hver vegur sem valinn er til
að greiða hann. Öll þess konar gjöld eru hræðileg
grýla í augum manna, á meðan þau eru í einni summu,
og sýnast ógurleg byrði á meðan ekki er hreyft við
þeim. En »margar hendur vinna ljett verk«, og þegar
búið er að dreifa úr hrúgunni, og jafna henni niður,
þá er skrímslis-myndin lrorfin, og þetta hræðilega hlass
orðið að smámolum, sem enginu telur sig muna um.
Sá, sem virðir málið vel fyrir sjer, mun varla geta
annað sagt en að allt sjc komið undir því, að menn