Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 26
24
Ferðir á suðurlandi.
fjalla eru einn storkinn hraunsjór ; hafa þessi hraun
íiest fallið ofan úr austurhallanum á Brennisteinsfjöll-
unum, því þar eru stórir gígir svo tugum skiptir allt
norður fyrir Grindaskörð; úr þessum hraunum hafa
straumarnir komið, er fjellu niður hjá Stakkavík og
Herdísarvík. Gömlu hraunin í Selvogi, sem víðast eru
nú mjög sandorpin, munu flcst komin úr Selvogsheiði,
og saman við þau hafa að ofan rurmið hraun úr Heið-
inni há. Austan við Heiöina Irá, milli hennar og Meitla
og Geitafells að austan, tekur við vestri armurinn af
Lambafellshrauni. Við fengum bezta veður, og útsjónin
var ágætlega fögur ; landið lá eins og uppdráttur fyrir
fótum vorum, allt austur í Eyjafjöll og norður yfir
Faxaflóa. Sunnanlands-undirlendið allt og stórárnar
sáust einkar-vel, cins og grænn dúkur með silfruðum
hríslum; Vestmannaeyjar lyptust upp af hyllingunni, og
Snæfcllsjökull norðan við ílóann blasti við eins fagur
og hann er vanur; langt upp á landi rís Skjaldbreiður
við liimin, og jökiarnir með hvítieitum hjarma. Norð-
an við Heiðina há eru Bláfjöll, eða rjettara sagt: norð-
urbrún hennar styðst upp að Bláfjöllmn. J>að er mikill
og langur fjallgarður og liár (um 2200 fet); frá þeim
gengur hálsarani suður lægðina milii Heiðarinnar há
og Brcnnisteinsfjalla, sem hoitir Asar; Hvalhnúkur er
einn af þeim ásum. Bláfjöll eru mestmegnis mynduð
úr einkennilegu dólerítgrjóti með mjög stórum gul-
grænum olivin-slettum.
Frá Vogsósum fórum við út með út í Krísuvík.
|>egar Herdísarvíkurhrauni sleppur tekur enn við hraun;
hefir það komið í 2 breiðum hraunfossum niður af Geit-
arhlíðarendanum, og er líkloga úr einhverjum af eld-
gígununum í Brennisteinsfjöllunum. Við endann á
Geitahlíð niður á láglendinu og niður að sjó, eru
hraun, sem kornið hafa úr stórum eldborgum, sem þar
eru. Stærsti gígurinn sjest mjög glöggt við Hlíðarend-
ann frá Krísivík, og er kallaður "Eldborg». í kring um