Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 36
34
Ferðir á suðurlandi.
og Norður-Múlasýslu, er jeg ferðaðist um í fyrra. Yfir
liöfuð að tala sýnist mjer alþýða manna á Suðurlandi
í mörgu vera miklu skemmra á veg komin en á Norð-
urlandi og Austurlandi, og miklu minni hugur á fram-
förum og tilbreytingum frá gömlum venjum. Fiskiveið-
arnar eru eini atvinnuvegurinn hjer sunnan við Faxa-
fióa, og hafa þær líka verið mjög arðsamar seinni árin,
er sjóvaran hefir verið í svo háu verði; en marga
heyrði jeg láta illa af verzluninni í Keflavík. 1 fiski-
verunum norðan á nesinu er mikil neta-fiskiveiði; hún
hefir t. d. opt verið mikil undir Vogastapa. Sagt er,
að þar sje stundum lagt meira af netum en hollt er.
Espólín segir, »að 1794 hafi verið lagt svo mikið af
þorskanetum undir Vogastapa, að því var um kennt,
að allur afli hvarf þaðan, því mælt var, að sú raun
hefði orðið á í Noregi; hlutuðust embættismenn um, að
þetta væri lagfært, en því var eigi hlýtt; þótti það
sumum óþarfi, að aptra sjálfræði manna í slíku, hvern
óhag, sem af loiddi*1. Bátar eru hjer fremur smáir,
en á Suðurnesjum eru þeir miklu stærri, sökum brima,
og þar er heldur eigi hægt að hafa net. Sjóbúðir eru
hjer engar; vermenn búa hjá bændum í sjálfum bæj-
unum.
Úr Njarðvík fórum við að Útskálum; þangað er
bezti vegur, rennsljettir melar, hvergi hraun, en ísfág-
aðar dólerít-klappir standa víða upp úr. I Garðinum
er mikil byggð, bær við bæ, og víðast stór timburhús.
Yzta táin á Rosmhvalanesi, fyrir utan Útskála, er renn-
sljett, en mjög sandorpin. Sandurinn or mjallahvítur
skeljasandur, og liefir hann víða fyllt upp smátjarnir,
sem verið hafa fyrir innan malarkambinn. Nýlega
hafði fundizt rostungshaus á nesinu, og sá jeg hann á
Útskálum. Akrar liafa verið fremst á nesinu í fornöld,
og má enn þá sjá móta fyrir görðum og akurreinum.
I) Jón Espólín: Árbækur XI. bls. 71.