Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 40
38
'Ferðir á suðurlandi.
bændur í Höfnnm láta rífa lyng á marga hesta handa
fje sínu og til oldsneytis.
Hið eiginlega Eeykjanes, eða tá sú af skaganum,
er skerst lengst til suðvesturs, er fjarskalega eldbrunn-
in, öll sundurtætt af jarðeldum; þar eru ótal gígir,
gufuhverir, brennisteinn, leirpytti'r o. íi. Upp úr hraun-
unum standa nokkrir móbergshryggir, t. d. Yalahnúkiir,
sem vitinn stendur á, Vatnsfell (172'j og Sýrfell (336'j.
Standa þessir móbergshryggir í röð frá suðvestri til
norðausturs; lyrir sunnan þá er iægð í hraununum, en
sunnan við lægðina tvær breiðar hraunbungur, gömul
eldfjöll: Skálarfell (265'j og Háleyjarbunga (140'). í
iægðinui suður af móbergshryggjum þeim, er ganga
suðvestur af Sýrfelli, er jörðin öil sundursoðin af
brennisteinsgufum og sumstaðar leirpyttir. Stærstur
þeirra or Gunna, þar sem sagt er að Eiríkur á Vogs-
ósurn hafi komið draugnum fyrir; þessi leirpyttur er
einliver hinn stærsti og ijótasti á.íslandi. Leirhverinn
er mjög niðurgrafinn, aflangur til suðvesturs með geil-
um út úr og í botninum sívellandi blágrár leirgrautur;
bullar þar og óigar upp úr mörgum götum á botnin-
um. Fyrir nokkrum árum myndaðist einn pollur, norð-
vestan í hvernum, og heyrðist þá um tíma fjarskalegt
öskur í jörðinni. Mjög er illt að komast að Gunnu,
því jörðin er öll sjóðandi heit og sundursoðin í kring,
blár og rauður leir með brennisteirii innan um, en
skorpa ofan á, sem eigi getur haldið manni nema moð
mestu varúð. Leirhveriun sjest eigi vel í öinu, því
blágrár reykjarmökkur þyrlast alltaf fram og til baka
um grófina, og er ekkert undarlegt, þó mönnum þætti
þetta rjettur samastaður fyrir púka og fordæmda.
Nokkru fyrir sunnan Gunnuhver er dálítill sundursoð-
inn hóll, sem hiti er fremur lítill í; hann er samsettur
af mjög smágjörðu mjallahvítu hverahrúðri, sem sumir
hjeldu að væri postulínsjörð. Meðan hverahrúður þessi
er nýr og heitur, má mylja hann allan og tálga í