Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 193
Um áburð.
191
3—6 sinnum meira af vatni. Úr þessari gryfju liggja
járnpípurennur niðri í jörðunni út um akra og engi.
Hjer og hvar—með 50 til 120 faðma millibili—standa
upprjettar pípur upp úr þessum rennum; eru þær með
loki yíir. Út um þessa upprjottu pípustúfa er svo lög-
urinn tekinn, þegar borið er á. Úað er nú gjört á
þann bátt, að 150 álna löng eða lengri togleðurpípa
(gúttáperkapípa) er skrúfuð ofan á einhvern járnpípu-
stúfinn; togleðurpípan lögð bein á jörðina og ytri end-
anum lialdið á skakk upp, svo að lögurinn, sem nú
streymir eptir pípunni og fram úr henni, komi niður á
jörðina eins og regnskúr. Pípan er nú færð til og frá
og vökvað allt, sem til næst, út frá járnpípunni, og að
því búnu er járnpípuuni lokað, en togleðurpípunni fest
á annan pípustúf og vökvað kring um hann á sama
liátt o. s. frv., þar til allt er vökvað. En til þess að
lögurinn streymi eptir rennunum og út um togleður-
pípuna, er hann vonjulega knúður fram með gufuvjel
og dælum. Úetta er nú allt saman kosthaðarsamur
umbúnaður og kostar á Skotlandi yfir 50 krónur fyrir
hverja dagsláttu, sem þannig á að bera á; en árlegi
kostnaðurinn er að tiltölu lítill, nefnil. 3 kr. fyrir dag-
sláttuna, þegar gufuvjel og dælur eru liafðar til að
reka út löginn, en ekki nema tæplega 1 króna þar sem
landið liggur svo mikið lægra en safngrafirnar, að lög-
urinn streymir út um pípurnar af sjálfu sjer. I>að
þykir engum vafa undirorpið, að þetta marg-borgi til-
kostnaðinn, og afrakstUrinn af jörðunni, scm þannig er
farið með, or svo mikill, að undrum sætir. Slægju-
landið er slegið 4—6 sinnum og fæst þá 80—100
hestar af töðu af dagslálftunni yíir sumarið. í hvert
skipti, þegar búið er að slá, er leginum skotið yfir
larulið. pykir mönnum þar fullsannað, að áburður
undan einni kú, sem svona er farið með, gjöri eins
mikið eða meira gagn en undan 3 —4, sem er hirtur
og borinn á eius og almennt viögengst.