Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 128
126
Um súrhey.
og ber varla til, að nokkur ögu aí’ súrlieyi sjáist í ínoð-
inu, hvorki frá mjólkurkúnum nje því gelda.
Hvernig kýrnar mjólka af súrheyinu, get jeg ekki
sagt með vissu; það, sem til er af því, er svo lítið, að
ekki getur hver kýr fengið nema lítið eitt, og ef það
kemur í fjósið, má til að gefa þoim öllum nokkuð, því
þær fara að gaula og kalla eptir því, þegar þær finna
lyktina. Við höfum gefið einni kú nokkuð meira en
öðrum, og dregið af henni sem svarar 1 pundi af töðu
fyrir pd. af súrheyi, og hefir nytin haldizt vel í
benni, og ef hún hefir misst súrheyið, hefir hún gelzt,
þó hún hafi fengið vanalega g'jöf af þurru fóðri. Ekki
skemmist heyið neitt, þó tekið sje meira upp í einu en
eytt er á hverjum degi; en ekki má þó taka mjög
mikið, því þá vill hitna í því, og við það versnar það.
Jeg Ijet einu sinni taka upp lijer um hil 1200 pd. í
einu og flytja inn í hlöðu, var því eytt á 12 dögum,
og hitnaði það og varð óætilegra, en samt gekk svo að
kalla ekkert úr því; síðan hefir ckki verið tekið meira
upp í einu en til þriggja daga.
í mörgum löndum, en einkum á Frakklandi og í
Amoríku, er alltítt, að gjöra súrliey úr ýmsum safa-
ríkum vandþurrkuðum fóðurjurtum, sem erfitt væri að
nota til vetrarfóðurs á annan veg. Á Frakklandi og í
Ameríku er einkum gjört súrhey úr óþroskuðum maís,
nefnil. stönglum og hlöðum; víða er líka þannig farið
með smára, flækju, blöð af ýmsum rófnategundum o. 11.;
töðugresi gjöra menn sjaldnar að súrhoyi. Flestar
skýrslur, sem jeg lref sjeð í útlendum húnaðarritum,
sýna, að mönnum fellur yfir höfuð þessi fóðurverkun
vel í geð. Öllum her saman um, að vel verkað súrhey
jetist vel, og kýr mjólki vel af því. Framan af hjeldu
margir því fram, að súrhoyið væri drýgra og betra til
fóðurs cn þurrkað hcy af sömu jurtum, en á seinni
ármn lrafa sumir talið þetta vafasamt.