Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 213
Um áburð.
211
liana og verma, á sandjörð til þjettingar, og á moldar-
og mójörð, til þess bæði að þjetta liana og íiýta leys-
ingu moldarinnar. Mergel er optast all-líkur venjuleg-
um leir á að líta, on í rauninni er hann honum ólíkur
bæði að eðli og efnasambandi. Hann er laus í sjer,
ekki seigur (plastisk) eins og leirinn, og hann hefir í
sjer mikið af kalki. Til þess harin sje álitinn góður til
jarðabóta, á hann að hafa 10—15% eða meira af kol-
sxíru kalki; venjulega hefir hann líka nokkuð af járneldi,
kolsúrri magnesíu, fosfórsúru kalki og fieira. Til þess að
mergel gjöri veruleg áhrif, þarf mikið af honum, og ekki
þykir verulega gagn í að bera minna á í einu en sem
svarar 80—100 kerruhlössum á dagsláttuna, en mörg
ár mega líða milli þess sem hann er borinn á. Sje
mergelinn kalksnauður, þyldr þurfa að bera meira á en
nú var tiltekið, og mundi slíkt verða all-fyrirhafnarsamt
hjá oss og varla tilvinnandi, þó að mergel kynni að
vera fáanlegur hjer, sem enn er óvíst. Kalk er al-
mennt haft til áburðar í öðrum löndum, nýhrennt
og slökkt. Losar það seiga og fasta jörð, og bætir
hana á þann hátt, en einkum á það vel við mold-
armikla jörð, eða mýrskotna. Kalkið kemur til leiðar
ýmsum efnabreytingum, scm nytsamlegar eru fyrirjurta-
gróðann, bæði leysir það sundur jurtaleifarnar og breyt-
ir þeim í jurtanæringu, og svo gjörir það ýms dáefna-
sambönd í jarðveginum leysanleg, sem áður voru óleys-
anleg. Bezt á kalkið við velræsta moldarjörð og leirjörð,
og ekki dugar að bera það á vota jörð, og á sandjörð er það
ekki heldur hentugt. Auðskilið er, að nytsemi kalksins
liggur ekki svo mjög í því, að það er sjálft jurtanæring,
sem í hinu, að það bætir eðli jarðarinnar, og uppleysir
og tilreiðir þann næiingarforða, sem áður lá í jarðveg-
inum bundinn og gagnslaus fyrir jurtirnar. Af því að
all-mikið þarf að bera á af kalkinu, til þess að veru-
legt gagn sje að, eða lijer um 10—16 tunnur af ó-
slökktu kalki, eða tvöfalt meira af mjölkalki, 6.—8. hvert
14*