Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 5
Ferðir á suðurlandi.
3
sinn verið glóandi hraun, pó langt sje nú síðan hraun
þessi hafa runnið, fyrir ísöldina; er það auðsjeð á yfir-
borðinu, því víða eru klappirnar fágaðar og rispaðar af
jöklum ; ísrákir þessar sjást t. d. á Öskjuhlíð, á Skild-
inganosmelum, við Valhús og víðar; gjallið, sem efst
er á hraunum, hefir sópazt ofan af og er komið niður
í lægðirnar; þar er lausagrjótið allt með holum og
blöðrum ; slíkar holur eru alltaf í hraunskáninni, því
vatnsgufur þær, sem spenna eldleðjuna upp úr jörðinni,
stíga upp á yfirborðið. Sumstaðar sjást í grjótinu
langar blöðrurákir neðan að upp á við; eru það för
eptir gufubólurnar að neðan, sem myndað liafa holur,
er þær stigu upp. Margt er það fleira, sem sýnir, að
dólerítið við Reykjavík er gamalt hraun. |>ar, sem
liraun sígur hægt og hægt fram, koma langar bárur
ýmislega samtvinnaðar á yfirborðið; þetta sjest t. d.
rjett hjá Laugarnesi og þar liggja ísrákir yfir hraun-
bárurnar þverar. Dólerítið er sumstaðar í stuðlum og
við Viðeyjarsund milli Laugarness og Klepps. má sjá,
að það er yngra en basaltið, því þar er garnalt basalt
undir; sams konar blágrýti er í fellunum í Mosfells-
sveitinni, þau standa upp úr dolsrítstraumunum, þeir
hafa ofan frá beiðum runnið niður til sjávar og fallið
kringum fellin. þessar dólerítmyndanir ná upp á heið-
um allt norður að Oki og út allt norðanvert Reykja-
nes út á Rosmhvalanesstanga. Ofan á dólerítinu liggja
á einstaka stað móbergslög, t. d. í Fossvogi og við
Rauðará. Móbergslög þessi eru í Fossvogi margvíslega
bogin, sumstaðar stórgjör, sumstaðar smágjör, innan um
eru hnullungar og brot af dóleríti; allt bendir til þess,
að þau sjeu mynduð við sjávarströnd, líldega seint á
ístímanum. Innan um móbergið eru hjer og hvar smá-
skeljar1; við Rauðará liafa og fundizt skeljar2; á Skild-
1) Saiicava rugosa, Mya truncata, Tellina sabulosa, Nucula tenuis,
Balanus sp„ Natica sp.
2) Tellina, Balanus, Saxicava.
1*