Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 53
Ferðir á suðurlandi.
51
töluvert til vesturs; mestur liluti pessa lirauns hefir
komið frá Trölladyngju, on þó virðist töluvert hafa
komið úr gígunum við Máfahlíðar. Upp úr Afstapa-
hrauni ofanverðu stendur einstakt móbergsfell, sem
heitir Snókafell. Strandaliraun eru pau hraun, sem
liggja fyrir vestan Afstapahraun, en hinn eiginlegi Al-
menningur er á milli Afstapalirauns og Kapelluhrauns.
Almenningshraun eru afargömul og líklega komin und-
an Máfahlíðum, Undirlilíðum og ef til vill nokkuð úr
Trölladyngju. Milli Koilis og Trölladyngju eru tvö
fcll, sem áður var getið um, Driffell sunnar og vestar,
en »Fjallið eina« norðar. »Fjallið eina» er mjög langur,
en lágur háls, rjett við Dyngju, og graslondi á milli
og dálítil gömul hraun. Ur ýmsum gígum við Selvelli
hefir hraun runnið norður á við milli »Fjallsins eina«
og Driffells, og milli Driffells og Keilis eru þau bæði
nýleg og úfin; koma þau svo saman við Afstapaliraun
og önnur eldri Dyngjuliraun; verður þar allt í graut,
svo eigi er hægt að greina sundur, því allt er umturn-
að og öfugt, þar sem öll þessi hraun koma saman. Við
norðurendann á Driffelli hefir hraunröndin sprungið
frá, er það rann, og standa þar sljettar hraunhellur
2—3 mannhæðir á hæð, reistar á rönd, þráðbeint upp
í loptið. Sum hraunin úr gígunum við Selvelli hafa
runnið suður á við niður að Selatöngum, eins og fyr
er getið.
Daginn eptir að við gengum upp á Keilir var
veðrið svo illt á Selvöllum, að eigi var hundi út sig-
andi, óg næstu nótt á eptir var svo mikið livassviðri og
húðarigning, að tjaldið ætlaði um koll, og oss lcorn ekki
dúr á auga. |>ar við bættist, að vætan varð svo mildl
alstaðar, að hvergi var liægt að fá þurran blett til að
liggja á, því jörðin saug í sig vatnið eins og svampur,
og urðum við allir gagndrepa, þrátt fyrir regnföt og
annan umbúnað. J>egar veður er svo, er eigi hægt að
rannsaka eða mæla, og sáum við oss því ekki annað
4*