Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 111
Um alþýðumenntun.
109
þeir þeim með ölln óvanir, þegar þeir koma þangað, og
svo þegar þeir fara þaðan, má búast við, að þeir fái
að stjórna þeim mönnum til jarðabótanna fyrst um
sinn, sem ekki kunna eitt handarvik að þeim. Verk-
stjófinn verður því að kunna hvert verk vel, og hafa
fengið svo mikia æfingu, að hann geti leyst það lið-
mannlega af hendi. Á íslenzkum búnaðarskóla þurfa
iærisveinar að fá allgóða æfingu í: 1. að plægja og
sljetta þiífur; 2. grafa skurði; 3. mnna að grjóti
og gjöra girðingar; 4. vinna að sáðlendi og mat-
urtagörðmn; 5. fara með áburð. þeir þurfa og að
æfast í að hagnýta sjer hin hontugustu áhöld við hvað
eina. 6. land- og liallamœlingar, og 7. dráttlist.
Tvennt hið síðast talda er opt talið moð bóknámi, en
það heimtar eigi að síður verklega æfingu. Nauðsyn
er að piltar venjist nokkuð við að smíða, einkum að
búa sjer í hendur, gjöra við jarðyrkjuáhöld og jafnvel
smíða sum að nýju; einnig ætti að venja þá við að
hirða kýr og annan fjenað innanhúss. Auk þess fram-
antalda þurfa lærisveinar líka að hafa fengið almenna
menntun í betra lagi. í’eir þurfa að rita laglega
hönd, rita móðurmál sitt sæmilega, kunna reikning vel,
skilja dönsku o. fl. Dragi maður nú allt það saman í
eina hoild, sem búfræðingurinn þarf að kunna, til þess
að geta talizt vel monntaður fyrir stöðu sína, þá má
öllum vora sýnilegt, að fáum muni ætiandi, að læra
það á stuttum tíma, og að svo sem 2 ár muni ekki
duga til þess. Flestir, sem nokkuð liafa lært, munu
álíta nægilegt vetrarverk fyrir pilt með meðalgáfum að
læra þær námsgreinir sæmilega, sem öllum kcmur
saman um, að hver alþýðumaður þurfi að kunna, og
som þarf til undirbúnings undir gagnfræðaskólann og
búnaðarskóla, og sumum mun treinast í 2 vetur að
læra það vel, þó ekki sjeu sjorlega tornæmir. Til að
læra vel allar þær vísindagreinir, sem búnaðarnáminu
boinlínis til hoyra, er hið minnsta að ætla 3 vetur, og